Búnaðarrit - 01.01.1972, Side 232
226
BÚNAÐARRIT
smál. af Kjarna 1971, sem er sama magn og framleitt var
1969, en um 7.6% meira en 1970.
Áburðarsalan seldi 65.479 smálestir af áburSi á árinu
1971, sem er 9,5% aukning frá 1970.
Verðlag á innfluttum áburði liækkaði að meðaltali um
6,58% frá 1970, en verð á Kjarna hækkaði um 8,12%.
Meðalliækkun á öllum áburði varð 7,18% frá 1970.
Vppskera og jarSargróSi. Heildarheyfengur landsmanna
sumarið 1971 varð 3.089.498 m3 taða þurr, 35.300 m3 úthey
þurrt og 140.939 m3 af votlieyi, en árið 1970 var þurr
taða 2.060.000 m3, þurrt úthey 91.532 m3 og 141.000 m3
af votheyi. Með því að áætla, að 1 m3 af votheyi jafngildi
2 m3 af þurrheyi, þá varð heildar heyuppskeran 1971 sem
svarar 3.406.676 m3 af þurrlieyi eða um 40% meira en
1970, en þá var heyfengur minni að vöxtum en um langt
árabil. Enda þótt hey þornuðu eftir liendinni og séu
því óvenju vel verkuð, þá hafa þau mun minna fóður-
gildi miðað við rúmtak en í fyrra. Veldur því bæði, að
hey eru nú óvenju laus í geymslum, vegna þess að í þeim
er mikill puntur, og óvíða liitnaði í heyjum, og svo er
nú minna fóðurgildi í hverju kg af töðu en 1970. Þá voru
liey óvenju góð, fíngerð og vel verkuð og þurfti þá að
meðaltali aðeins 1,8 kg af töðu í hverja fóðureiningu, en
nú þarf að meðaltali um 1,9 kg í fóðureininguna, eftir
þeim sýnishomum að dæma, sem rannsökuð hafa verið
á Rannsóknarstofnun landbúnaðarins á Keldnaholti að
tilstuðlan Búnaðarfélags Islands og Rannsóknarstofnun-
arinnar. Taðan er nú ekki eins eggjahvítuauðug og í
fyrra. Þá vom 89 g meltanleg liráeggjahvíta í kg af töðu
en nú aðeins 75 g/kg. Þarf því að gefa eggjahvíturíkara
kjarnfóður í vetur en í fyrra. Nú reyndist taðan bezt á
Vestfjörðum, þar þarf að meðaltali aðeins 1,7 kg í FE, og
eru 88 g meltanleg eggjalivíta í kg, en á Suðurlandi em
lieyin lökust. Þar þarf 2 kg í FE og em þar aðeins 70 g
meltanleg hráeggjahvíta í kg að meðaltali. Á Miðvestur-
og Norðurlandi þarf um 1,9 kg af töðu í FE.