Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 234
228 B Ú NACARRIT
1971 1970
Tómatar ...................... 376 smál. 327 smál.
Gúrkur ........................ 553 þús. stk. 520 þús. stk.
Blómkál ....................... 83 þús. stk. 107 þús. stk.
Hvítkál ....................... 149 þús. stk. 123 þús. stk.
Gulrætur..........’......... 111 smál. 100 smál.
Búfjáreign og búfjárframlei&sla. 1 ársbyrjun 1971 var
bústofn landsmanna: Nautgripir 53.294, þar af 34.275
kýr, sauðfé 735.543, þar af um 643 þús. ær, liross 33.472,
svín 1981, þar af 400 gyltur og alifuglar 91.529. Tala
nautgripa stóð því nær í stað frá fyrra ári, en kúm fækk-
aði þó um 1.719 eða 4,8%, en ungviði fjölgaði að sama
skapi. Sauðfé fækkaði á sama tíma um 45.046 eða 5,8%
og hrossum fækkaði um 1026 eða 3%. Svínum og ali-
fuglum fækkaði einnig.
Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbún-
aðarins var innvegin mjólk til mjólkursamlaganna
105.261.414 kg eða 4.63% meiri en 1970, er sýnir, að kýr
liafa mjólkað óvenju vel, þar eð þeim fækkaði verulega.
Má þakka það auk árlegrar kynbótaframfarar góðum
lieyjum og mikilli kjarnfóðurgjöf. Slátrað var í slátur-
liúsum 701.947 kindum baustið 1971 eða 57.289 kindum
færra en 1970. Nemur sú fækkun 7.54%. Sláturfjárfækk-
unin var 35.801 dilkur og 21.488 kindur fullorðnar. Með-
alfallþungi dilka á landinu varð nú 14,90 kg eða 0,57 kg
meiri en 1970, en meðalfall fullorðins sláturfjár var nú
21,67 kg eða 1,27 kg liærra en í fyrra. Þrátt fyrir liinn
aukna vænleika sauðfjár varð kindakjötsframleiðslan nú
aðeins 10.755 smál., en var 11.280 smálestir 1970. Minnk-
aði því kindakjötsframleiðslan um 525 smál.
Framleiðsluráð landbúnaðarins liefur ekki nákvæmar
tölur um aðra kjötframleiðslu, en nautakjötsframleiðslan
mun aðeins hafa minnkað og hrossakjötsframleiðslan
minnkað til muna bæði vegna fækkunar lirossa í fyrra og
fjölgunar nú. Framleiðsla alifuglakjöts og svínakjöts fer
vaxandi. Sama gildir um eggjaframleiðslu.