Búnaðarrit - 01.01.1972, Blaðsíða 235
LANDBÚNAÐURINN
229
Búfjáreign í ársbyrjun 1972 var: Nautgripir 59.195,
þar af 35.839 kýr, sauðfé 786.016, þar af 640.260 ær, liross
36.705, svín 717 gyltur og geltir, en 4052 grísir og um 178
þúsund hænsn og aðrir alifuglar. Fjölgun búfjár varð
því mikil á árinu eða 5901 nautgripur, þar af 1564 kýr,
50.473 sauökindur, allt gemlingar, og 3.233 liross.
Fjárfesting og framkvœmdir. Nokkuð liefur dregið úr
framkvæmdum bænda síðustu árin. Enn liggja ekki fyrir
endanlegar tölur um verklegar framkvæmdir 1971. Fram-
ræsla með vélgröfnum skurðum varð 5.573.064 m3 eða
4.4% meiri en 1970. Gert var miklu meira af plógræsum
1971 en árið áður, líklega ekki minna en 1968. Eftir
|)eim skýrslum, sem borizt liafa, lítur út fyrir að nýrækt
og grænfóðurrækt 1971 liafi verið um 8—10% meiri en
1970, en var þá minni en hún haföi verið um árabil, t. d.
var nýrækt 1970 aðeins 3248 lia eða 38% minni en 1968.
Ríkisframlag vegna jarðabóta gerðra á árinu 1970, en
greitt 1971, var kr. 34.718.447,00 til framræslu, kr.
62.666.886,00 til annarra jarðræktarframkvæmda og liúsa-
bóta, en auk þess var greitt aukaríkisframlag til súgþurrk-
unarbúnaðar kr. 4.387.632,00. Heildarframlög samkvæmt
jarðræktarlögum urðu aðeins 1,9% liærri en árið áður, en
vísitala húsahóta hækkaði um 17,5%, en vísitala annarra
jarðræktarframlaga hækkði um 23,3%, nema til frarn-
ræslu, sem unnin er í ákvæðisvinnu og framlagið er ákveð-
inn hundraðshluti kostnaðar. Hin litla hækkun jarðrækt-
arframlaga, er greidd voru á árinu 1971, sýnir, að mikill
samdráttur liefur orðið á framkvæmdum á árinu 1970
miðað við árið 1969. Byggingarframkvæmdir í sveitum
hafa líka farið minnkandi síöustu árin, en þó er ávallt
unnið nokkuð að útihúsahyggingum, en fáir hændur
liafa lagt í íbúðarhúsbyggingu á árinu 1971. Lánastarf-
semi Stofnlánadeildar og Veðdeildar Búnaðarbanka Is-
lands sýnir í stórum dráttum, hvernig hændur og fyrir-
tæki þeirra liafa unnið að fjárfestingu á hverju ári. 1971
voru veitt 1091 A-lán úr Stofnlánadeild samtals að fjár-