Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 243
LANDBÚNAÐURINN
237
falla í freistni fyrir að fá krónurnar í hendur, þótt verð-
litlar séu, og selja undan sér landið til annarra liluta en
búskapar, ýmist alla jörðina, og yfirgefa svo sveit sína
við lítinn orðstír, eða selja aðeins bita og bita iit úr jörð-
inni, sem jafnan eru ])á glataðir viðkomandi bónda og
framtíðarbændum á þeirri jörð. Að gera slíkt er bin mesta
skammsýni. En þetta mál hefur tvær hliðar. Bændur og
aðrir, sem umráð hafa yfir landi, mega ekki útiloka þétt-
býlisfólk frá því að njóta náttúrufegurðar og dvelja í frí-
um sínum í sumarbústöðum. Þetta vandamál þarf að
leysa á skipulegan hátt, þannig að bæjarbúar fái viss
svæði til umráöa, þar sem sumarbústaðahverfi yrðu
skipulögð og væri þá auðvelt að fá hlutaðeigandi fólk til
að vinna að skógrækt á þeim svæðum. Væri vel til fallið
að nota sum svæði, sem Skógrækt ríkisins hefur nú umráð
yfir, en hefur til þessa lítið gert fyrir í þessu skyni. Ekki
er heldur fjarstæða, að bændur leigi fagra staði úr jörðum
sínum, en þó ekki of stóra, undir sumarbústaði. Jörðin
þarf ekki að rýrna til búsetu við slíkt, því að leigan kem-
ur bóndanum sem árlegar tekjur, en hafi hann selt lands-
spilduna þá er bún glötuð bóndanum á þeirri jörð um
alla framtíð. Ég beld að óumflýjanlegt sé að ákveða með
löggjöf, að ekki megi selja úr jörðum, sem talið er eðli-
legt að nýta til búskapar í framtíðinni. Einnig þarf að
koma í veg fyrir landokur nteð löggjöf, t. d. með því að
skattleggja mjög söluverð lands fram yfir fasteignamats-
verð og láta þær tekjur renna í jarðeignasjóð, sem hvert
sveitarfélag ætti blutdeild í og gæti notað til að kaupa
jarðir, til að tryggja á þeim búsetu, þegar hætta er á,
að þær lendi í eigu aðila, sem ekki ætla að stunda þar
búskap.
Jarðakaupasjóð ríkisins þarf að efla og víkka verksvið
bans, svo að hann geti keypt og selt jarðir að vild, og átt
þær og leigt til búsetu lengri eða skemmri tíma, ef ástæða
þykir til. Stofna þarf sérstaka nefnd eða ráð, sem ynni
í samvinnu við jarðakaupasjóð eða jarðeignadeild ríkis-