Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 245
LANDBÚNAÐURINN
239
livort ekki þurfi að sérliæfa húskapinn meira en
gert liefur verið o. s. frv. Því miður er ekki tími til að
gera þessum atriðum skil í þessu erindi, en samt er rétt
að víkja að þeim fáuni orðurn. Ekki er rétt að viðhafa
neina byltingarkennda breytingu á landbúnaðinum,
heldur lialda áfram að beina liinni öru þróun lians inn
á þær brautir, sem leiða til aukinnar hagkvæmni, jafn-
framt því að auðvelda bændastéttinni að lifa menningar-
lífi, án óhófslegs vinnuálags. Auka þarf leiðbeiningarþjón-
ustu og tilraunastarfsemi til þess að hraða æskilegri þró-
un. Búreikningar beina ráðunautum og öðrum að viss-
um vandamálum. T. d. kom í ljós, að árið 1970 báru sig
betur þau bú, þar sem 70% eða meira af tekjum bóndans
kom annaðlivort af nautgriparækt eða sauðfjárrækt,
heldur hin, þar sem hvor þessara búgreina gaf meira en
30% en minna en 70% af bústekjunum. Ástæðuna fyrir
þessu þarf að kryfja til mergjar. Ég gizka á, að ein aðal-
ástæðan fyrir þessu sé, að báðar búgreinar á síðarnefndu
biiunum líði vegna of mikils vinnuálags á vissum anna-
tímum, t. d. að vorinu um sauðburð og/eða að liaustinu
um göngur og sláturtíð, en fleira kann að koma til. Þetta
bendir til, að nokkuð aukin sérliæfing borgi sig. Eitt
er víst að stækkun búa í blindni þjónar ekki tilgangi.
Því aðeins er réttmætt að stækka bú, að augljóst sé, að
hagkvæmni aukist við það. Áður en bændur leggja í mikla
fjárfestingu í byggingum og vélum þurfa þeir að ráð-
færa sig við ráðunauta sína. Þá þarf að koma á námskeið-
um í vinnutækni meira en gert liefur verið. Fyrir 10 ár-
um var t. d. bent á að hægt væri að vélmjólka kýr með
góðum árangri án þess að hreyta þær með höndum á eftir
og spara með því tíma og erfiði. Fáir liafa þó til þessa
hætt að lireyta kýr með liöndum. Má okkur, sem leiðbein-
ingar önnumst, þ. e. ráðunautum og bændaskólunum
kenna um þetta ekki síður en bændum sjálfum. Það hef-
ur vantað námskeið í vinnubrögðum til að útbreiða nýj-
ungar nógu fljótt.