Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 254
248
BÚNAÐARRIT
fært liefur bændum fleiri lömb til slátrimar. Það gefur
bendingu um, að á því sviði sé eftir mestum ávinningi
að slægjast.
Ef ég tek mitt eigið bú til samanburðar, þá er lægsti
fallþungi einlembinga fyrsta starfsár félagsins 15,5 kg
en hefur orðið hæstur 1965 bjá kollótta stofninum 18,3
kg, en lijá tvílembum liefur lægst kjötmagn verið 25,5
kg eftir óþurrkasumrin 1955 og 1969, en hæst 1960, 31,7
kg eftir hverja tvílembu, en lang flest árin 28—29 kg.
Afurðir eftir á voru lægstar fyrsta árið 16,1 kg, en
liæstar s.l. ár, rúmlega 24 kg. Aukningin er því 50%.
Fyrstu fimm árin var aðeins úrvalið af ánum tekið í upp-
gjörið eða 36 ær fyrsta árið, en allar ærnar 413 s.l. ár.
Frjósemin hefur aukizt úr 114 í rúmlega 160 lömb
eftir 100 ær. Við mat á þessum tölum verður að líta á,
að síðustu árin bafa verið sauðfjárræktinni óhagstæð,
bvað veðráttufar snertir og miklum mun lakari en fyrstu
árin.
Hinsvegar hefur meira kapp verið lagt á að bæta það
upp með aukinni fóðurgjöf og einkum þó með vaxandi
beit á ræktað land. Það er því vafalaust að mínum dómi,
að talsverðar framfarir bafa orðið í sauðfjárræktinni.
Tekizt liefur að halda fullkomlega sama fallþunga bæði
einlembinga og tvílembinga, þrátt fyrir fjölgun fjár í
högum og þrátt fyrir mjög versnandi árferði og hvert ár,
sem er eitthvað betra en meðalár að tíðarfari, skilar
mun meira kjötmagni eftir vetrarfóðraða á en meðal-
talið sýnir. En aldrei verður nógu mikil álierzla lögð á
það, að aðalávinningurinn í kynbótunum liggur í auk-
inni frjósemi. Á þann þátt ætti að leggja aukna álierzlu
við val kynbótahrúta og í dómum á sýningum, ef fært er.
Ekki verður rúm til að þessu sinni að færa töluleg rök
að því, livort eða bversu miklu má kosta til í fóðri og
vinnu til að ná 50% aukningu kjötmagns eftir liverja
á, en það má örugglega kosta þar nokkru til og verður
samt fjárliagslegur ávinningtír af fyrir bóndann, því