Búnaðarrit - 01.01.1972, Blaðsíða 334
328
BUNAÐARRIT
ir. Þokki 33 átti tvo efstu lirúta af fjórum í heiðursverð-
launaflokki og einn son í I. verðlaunum A. Þriðji liver I.
verðlauna lirútur á svæðinu var sonur eða afkomandi
sæðisgjafa.
Árnessýsla
Þar voru sýndir 689 hrútar eða um 200 færri en 1967.
Þeir fullorðnu, 433 að tölu, vógu nú 3,8 kg meira en jafn-
aldrar þeirra 1967, og þeir veturgömlu voru 2,4 kg þyngri
en fyrir fjórum árum. Fyrstu verðlaun lilutu 394 eða
57,2% sýndra lirúta, 284 fullorðnir, sem vógu 102,8 kg
og 110 veturgamlir, er vógu 88,1 kg. Röðun lirútanna
var nú enn betri en 1967, en þá hlutu 48,8% þeirra I.
verðlaun. 1 flestum lireppum sýslunnar og alls staðar,
þar sem fjárræktarfélög starfa, var meiri hluti lirútanna
kostamiklir og álitlegir einstaklingar. Hins vegar er álita-
mál, hvort rétt sé að stefna að því að þyngja 2 vetra og
eldri hrúta umfram það, sem nú er. 1 sveitalireppum voru
nú fullorðnir hrútar þyngstir í Villingalioltslireppi, 107,3
kg, og Gnúpverjahreppi, 105,2 kg, þyngri og álíka þungir
voru hrútar á Selfossi og á Sauðfjársæðingarstööinni í
Laugardælum, en léttastir í Ölfusi, 87,7 kg, og Grafningi,
88,1 kg. Veturgamlir hrútar voru vænstir í Hraungerðis-
hreppi, 91,7 kg og Gnúpverjalireppi, 87,2 kg, en léttastir
í Grafningi, 71,1 kg, og Ölfusi, 71,8 kg, sjá töflu 1 og 4.
Selvogshreppur. Þar voru sýndir 17 dugnaðarlegir
hrútar, svipaðir að þyngd og fyrir fjórum árum, en röðun
þeirra nú mun betri. Þar voru bez.tir af 2ja vetra og eldri
hrútum Skafti Þórarins í Vogsósum, sonur Baldurs í
Laugardælum og Hvítkollur Vals frá Sigurði Arnórssyni
í Hafnarfirði undan hrút frá Kárastöðum.
ölfushreppur. Þar voru lirútar lakari en 1967, bæði
léttari og röðun verri. Margir lirútanna voru háfættir,
nokkrir bakgrannir og sumir óræktarlegir. En innan um
voru góðir sæðishrútar. Beztir voru taldir af fullorðnum
hrútum önundur Brynjólfs í Árbæ, Hvítur Eiríks Bjarna-