Búnaðarrit - 01.01.1972, Qupperneq 336
330
BUNAÐARRIT
dælum og Óðinn í Vatnsnesi, báðir veturgamlir, hlutu
1. verðlaun A, hinir fjórir I. verðlaun B.
Laugardalshreppur. Sýningin var fásóttari af hrútum
en 1967. En í engri sveit á Suðurlandi hafði framför í
hrútastofni orðið eins mikil á síðustu fjórum árum. Bæði
fullorðnir og veturgamlir hrútar voru nú til muna þyngri
en jafnaldrar þeirra 1967, og röðun miklu betri. Þa.
voru margir góðir, lágfættir hrútar og vel heppnað val
á aðkeyptum lirútum. Á héraðssýningu voru valdir Spak-
ur Pálina á Hjálmsstöðum, Belgur Árna á Böðmóðsstöð-
uin, Bjartur Harðar og Ilæll Guðmundar á Böðmóðs-
stöðum, til vara Grettir Harðar, sonur Þokka 33. Hæll
hlaut þar 9. sæti I. heiðursverðlauna hrúta með 82,5 stig.
Belgur sonur Laxa í Kolsliolti, ættaður frá Steinsliolti
og Spakur Svansson, ættaður frá Miðhúsum, lilutu I.
verðlaun A, og Bjartur sonur Baldurs í Laugardælum I.
verðlaun B. Brúsi Harðar, sonur Dals í Laugardælum, og
Ýmir sama eiganda voru beztir af hyrndum, veturgömlum
hrútum, en Prúður Sigurðar í Efsta-Dal af kollóttum.
Biskupstungnahreppur. Sýningin var ekki eins hrúta-
mörg og fyrir fjórum árum, en lirútar jafnir og góðir,
og mikil framför á hrútastofni frá 1967. Hrútarnir voru
yfirleitt lágfættir, og margir þéttholda. Sæðishrútar úr
norðansæði voru álitlegir. Helzti galli var, að sumir hrút-
ar voru berir á tortu. Á héraðssýningu voru valdir eftir-
taldir Jirútar: Goði Gísla í Kjarnholtum, ættaður frá
Oddgeirshólum, sonur Lítilláts 84, og hreppti hann þar
2. sæti I. heiðursverðlauna hrúta með 85,5 stig. Ilann er
framúrskarandi þungur, samanþjappaður og holdmikill
hrútur. Mjaldur, 1 v., Hermanns á Galtalæk, Garpur
Sveins á Drumboddsstöðum, Kollur Sveins í Bræðra-
tungu og Köggull og Bjartur Þokkason 33 Gísla í Kjarn-
holtum lilutu I. verðlaun A, Ói, veturgamall, Sveins í
Bræðratungu og Nasi Þokkason Gísla í Kjarnholtum
hlutu I. verðlaun B. Til vara voru valdir Reykur Egils
í Króki og Götugvendur, 1 v., Erlendar í Dalsmynni.