Búnaðarrit - 01.01.1972, Blaðsíða 340
334
BÚNAÐARRIT
háfættir. Þingdals- og Dalsmynnishrútar voru mjög liold-
ugir. Á liéraðssýningu voru valdir Bjartur, 1 v., Sigurð-
ar í Kolsholti, Prúður Samúels í Þingdal, sonur Þokka
33, og Sómi Einars í Dalsmynni, ættaður frá Langliolts-
koti, sonur Mergs, og lilutu þar allir I. lieiðursverðlaun.
Sómi var þar 4. í röð með 84,5 stig, Bjartur 5. í röð með
84,0 stig og Prúður 12. með 81,5 stig. Til vara voru valdir
Klumpur Einars, ættaður frá Stóru-Reykjum, sonur Ótta
og Ófeigur Samúels, 1 v., sonur Baldurs í Laugardælum,
og var liann kjörinn 1. varahrútur.
1 Árnessýslu gætir mjög áhrifa Sæðingarstöðvarinnar
í Laugardælum um hrútagæði og hrútaval. Af 46 héraðs-
sýningarhrútum voru 20 synir og 7 sonarsynir sæðisgjafa,
sem notaðir liafa verið í Laugardælum síðustu árin. Þar
af átti Þokki 33 níu syni og einn sonarson og Lítillátur
í Oddgeirshólum þrjá syni og fimm sonarsyni. Baldur
í Laugardælum átti tvo syni, Auðunn tvo og Rosti tvo,
Dalur einn og Laxi í Kolsholti einn son og einn sonarson.
Af 16 hrútum, sem voru valdir til vara á héraðssýningu,
voru 12 synir eða annar ættliður út af áðurtöldum sæðis-
gjöfum komnir. Aðrir hrútar, sem mest komu við sögu
sem ættfeður héraðssýningarlirúta, voru Sporður 105 á
Skeiðum, Oddur 97 í Langholtskoti, Hæll 17 í Austur-
hlíð og öðlingur 101 á Stóru-Reykjum. Af 394 I. verð-
launahrútum í Ámessýslu vom 138 synir sæðisgjafa, sem
notaðir hafa verið í Laugardælum og 32 sonarsynir, sem
vitað er um með vissu. Árangur af starfsemi Sæðingar-
stöðvarinnar í Laugardælum er tvímælalaus og sýnir,
hversu miklum árangri má ná á skömmum tíma á sviði
ræktunar og kynbóta með sauðfjársæðingum, þegar rétt
er á málum haldið.
Rangárvallasýsla
Þar vom sýndir 709 hrútar eða 178 hrútum færra en
1967, og var sú fækkun eingöngu á 2ja vetra og eldri
lirútum. Fullorðnir lirútar voru nú 1,7 kg þyngri en jafn-