Búnaðarrit - 01.01.1972, Blaðsíða 343
HRÚTASÝNINGAR
337
í Sumarliðabæ, voru beztir af veturgömlum brútum. Af
eldri lirútum var talinn beztur Vellur Jóns í Vindási,
ættaður frá Þorvaldseyri, Hlíðar á Heiði, Púlli og Eyvi
í Gunnarsliolti og Grettir á Hjarðarbrekku voru einnig
öflugir hrútar, en fullháfættir.
Hvolhreppur. Sýningin var fásóttari en 1967. Margir
hrútar voru háfættir og sumir úr hófi, eldri hrútar held-
ur takmarkaðir, en veturgamlir ágætlega þroskamiklir.
Betri hluti I. verðlauna hrúta voru ágætir einstaklingar,
þar á meðal þrír veturgamlir sæðishrútar. Af þrevetrum
hrútum voru taldir beztir Goði Jóns í Garðsauka, ættaður
frá Gunnarsholti, Sproti í Götu og Kolur Jóns á Uppsöl-
um, ættaður frá Teigi, af veturgömlum Kubbur og
Hnokki Jóns í Götu, synir Kjarna 72 og Jötuns í Laugar-
dælum, og Bjartur Braga í Miðhúsum ættaður frá Teigi,
sonur Rosta í Laugardælum. Stubbur Lárusar í Miðliús-
um, sonur Rosta, var einnig mjög forvitnilegur hrútur.
FljótshlíSarhreppur. Þar voru sýndir þriðjungi færri
hrútar en 1967, en hrútarnir voru nú jafnari að gerð og
röðun miklu betri. Fyrstu verðlaun lilutu nú 65,8%
sýndra lirúta á móti 39,7% árið 1967. Hrútarnir voru
þungir og margir vænir, en sumir nokkuð lausholda og
grófbyggðir. Veturgamlir lirútar voru mjög þroskamiklir
og margir góðir undan sæðisgjöfum í Laugardælum, svo
sem Þokka, Rosta o. fl. Af eldri hrútum voru taldir beztir
Víðir og Skafti Fjárræktarfélagsins, ættaðir frá Seglbúð-
um, Grákollur Eggerts á Kirkjulæk og Kútur Bakkusar-
son, 3 v., Ágústar í Teigi, af tvævetrum Rosti Rostason
Böðvars í Butru, ættaður frá Hlíðarendakoti, Kútur
Þokkason Árna í Teigi, Illugi Þokkason Ágústar, Ljúfur
Jóns á Sámsstöðum og Bjartur Hallgríms á Ásvelli, son-
ur Baldurs í Laugardælum. Af veturgömlum voru taldir
beztir Klaufi Víðisson Ágústar í Teigi, Spakur Steinars
í Árnagerði, sonur Dals í Laugardælum, Surtur Rosta-
son Árna í Hlíðarendakoti og Spakur Garðars á Lamba-
læk undan Þokka í Hlíðarendakoti. Klaufi Ágústar í
22