Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 345
HRÚTASÝNINGAR
339
Eyvindar á Skíðbakka. Tópas Konráðs á Búðarlióli og
Dorri Grétars í Miðey, ættaður frá Guðnastöðum, voru
taldir beztir af tvævetrum lirútum.
Vestur-Eyjafjallahreppur. Hrútarnir voru þyngri en
jafnaldrar þeirra 1967 og röðun mun betri, en um þriðj-
ungi færri hrútar sýndir að þessu sinni. Enn eru þar
of margir háfættir brútar, og hrútar holdlitlir á aftur-
malir og opnir upp í klofið. Yeturgamlir hrútar og tvæ-
vetrir voru margir þroskalitlir, sem að líkindum stafar
af, að þeim er sleppt í fljótheitum á vorin. Hyrndir sæðis-
hrútar voru þó yfirleitt vel gerðir, þrátt fyrir þroska-
leysi. Af eldri hrútum voru beztir ICári Ragnars, Syðri-
Kvíhólma, ættaður frá Yzta-Skála, Hnykill Karls á Efstu-
Grund og Geisli Guðjóns á Núpi, ættaður frá T. J. í
Skarðshlíð. Af tvævetrum voru beztir Þokki Þokkason
og Freyr Logason Guðjóns í Syðstu-Mörk, synir sæðis-
gjafa í Laugardælum, Garri Jóns í Efri-Holtum og Kollur
Sigmars á Sauðhúsvelli, sonur Baldurs í Laugardælum.
Rúnki Jóns á Núpi, ættaður frá Fljótsdal, Bjartur KarL
á Efstu-Grund, ættaður frá Eyvindarhólum og Hörður
Karls frá Ytri-Skógum og Boði í Syðstu-Mörk, sonur Svips
í Laugardælum, voru beztir af veturgömiuin hrútum.
Austur-Eyjafjallahreppur. Hrútarnir voru til muna
vænni en jafnaldrar þeirra 1967 og röðun enn betri.
Af sýndum hrútum hlutu nú 69,6% I. verðlaun á móti
52,7% fyrir f jórum árum. Sýningin var mjög sterk, hrút-
ar yfirleitt lágfættir, hyrndir sæðislirútar áberandi liold-
fylltir um malir og læri, veturgamlir lirútar ágætlega
þroskamiklir. Helzti galli hjá lakari hluta hrútanna voru
holdþunnar afturmalir og sparsöm læri. Af eldri lirútum
voru þessir beztir: Drífandi í Ytri-Skógum, ættaður frá
Hvassafelli, Goði Þorvaldar í Núpakoti og Reynir Páls
í Hvassafelli, ættaður frá Seglbúðum, af þrevetrum B jart-
ur í Ytri-Skógum, Bjarni Sveins í Skarðslilíð, Fífill
Reynisson Bárðar á Steinum, ættaður frá Hvassafelli
og Svanur Drífandason Páls í Hvassafelli frá Ytri-Skóg-