Búnaðarrit - 01.01.1972, Qupperneq 347
H BÚTASÝNIN GAR
341
færri lirútar voru þar sýndir að þessu sinni. Á liéraðs-
sýningu voru valdir Þróttur Einars í Sólheimahjáleigu
og Sorti Harðar á Nykhóli, ættaður frá Sólheimalijáleigu,
er hlutu I. heiðursverðlaun, Þróttur var þar 3. í röð með
82,5 stig, Sorti 9. í röð með 80,5 stig. Víkingur Valdimars
í Felli, ættaður frá G. Þ. í Vík, hlaut I. verðlaun A,
Lagður Tómasar í Álftagróf, ættaður frá Felli og Bjartur
Sigurgeirs í Framnesi, veturgamall, sonur Vins í Laugar-
dælum, lilutu I. verðlaun B. Til vara voru valdir Frændi
Stígs á Steig, sonur Baldurs í Laugardælum og Hringur
Þorsteins í Sóllieimum, veturgamall, sonur Dals í Laugar-
dælum. Prúður, sonur Rosta í Laugardælum, Sigurgeirs
í Framnesi var talinn þriðji beztur af veturgömlum hrút-
um þar heima á lireppasýningunni.
Hvammshreppur. Hrútarnir voru þyngri en jafnaldrar
þeirra 1967 og röðun betri. Á héraðssýningu voru valdir
Sómi Þokkason og Kubbur Rostason Sveins í Görðum,
báðir synir sæðisgjafa í Laugardælum, Kíkir Halldóru
Sigurjónsdóttur í Vík, ættaður frá Skaftárdal, Sléttbakur,
sonur Loga í Laugardælum, Gunnars á Giljum, ættaður
frá Garðakoti og Blakkur Guðjóns í Norður-Vík, sonur
Lítilláts í Laugardælum. Til vara voru valdir Hnífill
Sigurðar í Skammadal, ættaður frá Norður-Hvammi og
Fylkir, veturgamall í Norður-Vík. Kuhbur í Görðum
hlaut á héraðssýningu efsta sæti I. lieiðursverðlauna
hrúta með 85,0 stig, ágætlega jafngerður og kostamikill
einstaklingur. Kíkir og Sléttbakur hlutu I. verðlaun A,
en Blakkur og Sómi I. verðlaun B.
Álftavershreppur. Hrútarnir voru nokkru þyngri en
jafnaldrar þeirra 1967 og röðun betri. Þeir voru ekki
holdmiklir, en brjóstrými nú meira en fyrir fjórum ár-
um, sumir nokkuð liáfættir. Veturgamlir lirútar voru
sæmilega þroskaðir, en varla nógu holdfylltir, þó nokkr-
ir álitlegir kollar væru í þeim aldursflokki. Yfirleitt
virðist hrúta í Veri vanta meiri holdfyllu aftan til á malir,
en hyrndir sæðishrútar voru þó í þessu tilliti betri.