Búnaðarrit - 01.01.1972, Page 350
344
BÚNAÐARRIT
sem var 6. í röð með 81,0 stig. Mörður Jakobs á Hörgs-
landi, fæddur að Mörk í Kirkjubæjarhreppi, Hnífill Páls
í Hörgsdal, ættaður frá Blómsturvöllum, Fífill Jóns á
Hvoli, fæddur að Seglbúðum og Kuggur Prúðsson Ólafs
á Teygingalæk, veturgamall, hlutu I. verðlaun A, en
Víkingur Bergs á Hamrafossi, fæddur að Seglbúðum,
Kubbur Steingríms í Hörgslandskoti frá Seglbúðum, Vin-
ur Kristófers á Fossi, sonur Vins í Laugardælum og
Kubbur Fífilsson Jóns á Hvoli hlutu I. verðlaun B, þeir
þrír síðasttöldu veturgamlir. Til vara voru valdir Klæng-
ur Sigmundar Helgasonar, Ntipum og Garri Kristófers
á Fossi, sonur Vins í Laugardælum. Þrír af héraðssýn-
ingarhrútunum voru fæddir að Seglbúðum og sá fjórði
var sonur eins þeirra.
Mikill hluti I. verðlauna lirúta í Vestur-Skaftafells-
sýslu eiga uppruna sinn eða ættir að rekja að Seglbúðum
eða/og Norðurhjáleigu og Teygingalæk. Svanur í tjthlíð,
sem nú á flesta syni af heimahrútum í héraði, er sonur
Bletts á Teygingalæk. Á héraðssýningunni var sýndur
41 hrútur, þar af voru 8 fæddir að Seglbúðum og 2 sonar-
synir, einn í Norðurhjáleigu og 3 sonarsynir, og 2 á
Teygingalæk eða samtals 16 hrútar. Áhrifa sæðingar-
stöðvar í Laugardælum gætir nxi og mjög í héraði í röð
eins og tveggja vetra hrúta, 8 héraðssýningarhrútar voru
þannig til komnir. Svanur í Úthlíð átti þrjá syni á hér-
aðssýningunni. ILefur þá verið gerð grein fyrir 27 héraðs-
sýningarhnitum. Um hina 14 er það að segja, að sumir
þeirra eru fjarskildari, aðra skortir fyllri ættfærslu, en
einn og einn forvitnilegur einstaklingur af áður óþekkt-
um ættum stingur nú upp kolli hér og þar.
1 maí 1972.