Búnaðarrit - 01.01.1984, Blaðsíða 11
BÚNAÐARRIT
IX
stöðum, en móðir Páls var Halldóra Pálsdóttir, ættuð
sunnan af Vatnsleysuströnd. Þaðan munu þeir feðgar Páll
og Halldór hafa erft það hve óvenjulega fjárglöggir þeir
voru, því að sumt af frændfólki Halldóru á Vatnsleysu-
ströndinni var slíkum gáfum gætt í ríkum mæli. Þau
Guðlaugsstaðahjón, Páll og Guðrún, eignuðust 12 börn, en
7 komust upp til fullorðins ára. Eitt þeirra, Bergur, dó á
þrítugsaldri, en hin öll eru kunn fyrir góðar gáfur og
dugnað, en þau eru: Hannes Pálsson, fyrrum bóndi á
Undirfelli í Vatnsdal, Björn Pálsson, frv. bóndi og alþingis-
maður á Ytri-Löngumýri, Guðmundur Pálsson, bóndi á
Guðlaugsstöðum, Hulda Pálsdóttir, húsfreyja á Höllustöð-
um, þar næst var svo Halldór, en yngst var Árdís Pálsdóttir,
en hún var hárgreiðslukona í Reykjavík.
Páll og Guðrún ráku mikið bú og arðsamt á Guðlaugs-
stöðum og heimili þeirra var rómað fyrir myndarskap og
menningarbrag. Þau hjón voru býsna ólík á margan hátt.
Hann var glaðsinna, léttur í máli og léttur í lund, mikill
búhöldur og óvenju fjárglöggur og eignaðist annálaðan
fjárstofn og allt búfé var arðsamt hjá Páli á Guðlaugsstöð-
um og búnaðist honum því afbragðs vel og var vel efnaður á
þeirra tíma vísu. Guðrún Björnsdóttir var alvörugefin,
stórlynd og stjórnsöm svo af bar, og var hún stórmyndarleg
í verkum sínum bæði í matar- og klæðagerð og var heimilið
á Guðlaugsstöðum orðlagt fyrir gestrisni og góðan aðbúnað
allra, sem þar dvöldu.
Halldór byrjaði fljótt að vinna að heimilisstörfum, þó að
hann væri ekki eins bráðger til vinnu eins og bræður hans,
en hann vildi gera gagn og hefur systir hans tjáð mér, að
hann hafi með glaðværð sinni og kímnigáfu verið strax sem
barn að aldri eins og sólargeisli á heimilinu. Hann virti
mikið móður sína fyrir skapfestu hennar og myndarskap, en