Búnaðarrit - 01.01.1984, Blaðsíða 19
BÚNAÐARRIT
XVII
eru mjög fjölsóttar, gefst bændum kostur á að sjá það
besta, sem til er í hverju varnarhólfi, og um leið að gera
samanburð við eigin hrútastofn. Þá hafa sauðfjársæðinga-
stöðvarnar hagnýtt sér í ríkum mæli niðurstöður héraðssýn-
inganna við hrútavalið.
Búnaðarfélag íslands stofnaði til fyrstu ráðunautafund-
anna árið 1952 og síðan hafa þeir orðið að árlegum viðburði
og að allra dómi verið mjög gagnlegir. Á þessum fundum
eru kynntar niðurstöður tilrauna og ýmis vandamál land-
búnaðarins rædd. Engum er gert rangt til, þó að fullyrt sé,
að Halldór Pálsson hafi verið burðarásinn á þessum
fræðslu- og endurhæfingarfundum frá fyrstu tíð, og erfitt er
að hugsa til þess, að hans þætti sé þar lokið. En eitt er þó að
gera í því efni, en það er að sem flestir, sem búa yfir reynslu
og þekkingu, taki jafn jákvætt á málunum á komandi
ráðunautafundum og honum var lagið.
Ekki varð hjá því komist, að féð, sem hin einstöku fjár-
skiptahólf fengu við fjárskiptin, reyndist býsna misjafnt að
kjötgæðum og öðrum þýðingarmiklum eiginleikum. Til
þess að bæta úr þessu, barðist Halldór fyrir því að taka upp
sauðfjársæðingar til þess að dreifa góðum eiginleikum
einkum þangað, sem hrútastofninn var einna veikastur.
Eftir mikla baráttu tókst honum að koma upp sæðingarstöð
við fremur frumstæðar aðstæður í Laugardælum, og sá
Guðmundur Gíslason með sínum aðstoðarmönnum um
tæknihlið málsins, en hrútunum safnaði Halldór saman í
Árnessýslu og var þeim skilað aftur að sæðistökunni
lokinni. Halldór lagði mikið á sig í þessu skipulagsstarfi, en
sætt var mest í Borgarfirði, Snæfellsnesi, Dölum, Ströndum
og Húnavatnssýslum, en Suðurlandið naut einnig góðs af.
Þessi starfsemi hófst árið 1956 og lauk árið 1963 og er
vafalaust, að mikill kynbótaárangur varð af þessu starfi, en
samtímis fékkst einnig dýrmæt reynsla á tæknisviðinu og má
segja, að Guðmundi Gíslasyni tókst að finna nothæfa
aðferð til sæðisflutninga, en Halldóri tókst að koma nýjum
2