Búnaðarrit - 01.01.1984, Blaðsíða 127
SKÝRSLUR STARFSMANNA
99
árangurinn hvarð varðar vaxtarhraða og fitusöfnun orðið
mikið minni.
Tafla nr. 4 sýnir fjölda sláturgrísa, sem fæddust á árunum
1980, 1981 og 1982 á svínabúinu að Hamri, Mosfellssveit,
ásamt meðalfallþunga, meðalaldri grísanna við slátrun og
fitumálum sláturgrísanna.
Tafla nr. 4
Ár Fjöldi slátur- grísa Meðalfall- þungi, kg McöalaldurFita á miöj- grísa viö um hrygg, sl., dagar mm Summa fitum. á hrygg, mm Fita á síðu, mm
1980 598 60,1 267,5 19,8 81,4 18,6
1981 1314 60,2 252,1 20,1 83,8 21,5
1982 1842 59,4 233,4 20,9 87,6 23,3
Alls: 3754 59,8 245,4 20,4 85,3 21,9
Á töflu nr. 4 sést, að tekist hefur að lækka meðalaldur
sláturgrísanna við slátrun um 34 daga frá árinu 1980, en
þrátt fyrir það er þessi meðalaldur við slátrun án efa einn sá
allra hæsti í Evrópu í dag. Ef fitumálin eru athuguð sést, að
enginn árangur hefur náðst í að minnka fitusöfnun hjá
grísunum. Þessi mikla fitusöfnun hjá grísunum er mjög
bagaleg, því að neytendur gera stöðugt meiri kröfur um
fituminna kjöt. Einnig verður að hafa í huga, að þetta gerir
svínakjötsframleiðsluna mun dýrari en nauðsyn er til, því
að það þarf 5-6 sinnum meira fóður til þess að framleiða 1
kg af fitu (8000 kcal) en 1 kg af kjöti (1300-1400 kcal), ef
nægileg vaxtargeta er fyrir hendi.
Sambærilegar niðurstöður frá norsku afkvæmarann-
sóknastöðvunum frá árinu 1981 eru þessar:
1. Meðalaldur grísa við slátrun 180 dagar, 90 kg lifandi
þungi og 60 kg fallþungi.
2. Meðaltal fituþykktar á miðjum hrygg 9 mm.
3. Summa fitumála á hrygg, meðaltal, 45,9 mm.
4. Meðaltal fituþykktar í síðu 10,2 mm.