Búnaðarrit - 01.01.1984, Blaðsíða 21
BÚNAÐARRIT
xix
Ég hygg að það hafi verið árið 1942, að tilraunaráð
búfjárræktar var stofnað og það sama ár var Halldór
skipaður formaður þess, og því starfi gegndi hann á meðan
það starfaði, eða til ársins 1965. Sama árið var Halldór
skipaður forstjóri landbúnaðardeildar Atvinnudeildar Há-
skólans og því gegndi hann til ársins 1963, að þeim tíma
undanskildum, sem hann dvaldi erlendis við sérstök störf
eins og hér hefur verið drepið á. Árið 1943 var svo
fjárræktarbúið á Hesti í Borgarfirði stofnað undir stjórn
Halldórs Pálssonar. Mér er kunnugt um það, að öll þau ár,
sem Halldór var formaður tilraunaráðs búfjárræktar, var
hann vakinn og sofinn yfir því að gera margvíslegar tilraunir
úti á landsbyggðinni eða á tilraunastöðvunum, að svo miklu
leyti, sem þær gátu annað því, og verður ekki annað sagt en
að ótrúlega mikið hafi verið gert á þessum árum, miðað við
mannskap, sem tiltækur var, og fjármagn.
Fjárræktarbúið á Hesti hefur eflst stig af stigi og er nú
komið í ljós, að þar hefur verið stunduð mjög markviss
kynbótastarfsemi, sem allir landsmenn njóta, um leið og
þaðan berast í vaxandi mæli margvíslegar tilraunaniður-
stöður í sambandi við fóðrun og meðferð fjárins. Þessi störf
að tilraunum og skipulagningu þeirra að viðbættu starfi
forstöðumanns landbúnaðardeildar Atvinnudeildar Há-
skólans, hefði verið hverjum meðal manni ærið verkefni,
en þessum störfum bætti Halldór Pálsson á sig, ofan á
annasamt og vandasamt starf sauðfjárræktarráðunautar.
Halldór átti alla tíð mikið og gott samstarf við erlenda
vísindamenn og ráðamenn í landbúnaði. Hann gekkst fyrir
því að Island gekk í búfjárræktarsamband Evrópu á árunum
fyrir 1960, og tók hann þar fljótt á sig trúnaðarstörf sem
formaður sauðfjárræktardeildar sambandsins. Ég hef mætt
sent fulltrúi íslands á allmörgum fundum búfjárræktar-
sambandsins, og get ég borið um það, að þar hefur alla tíð
kveðið mjög mikið að Halldóri, enda gaf hann sér tíma til
að flytja þar vönduð erindi um íslenskar rannsóknir á sviði
sauðfjárræktar.