Búnaðarrit - 01.01.1984, Blaðsíða 203
BUNAÐARÞING
175
veðurfar fyrir einni öld hefði orðið fellir á búfé, og þá var
stundum stutt í það, að fólkið sylti. Við höfum miklu meiri
möguleika en áður að bjarga okkur, og það gerum við líka.
Það þarf að mörgu að hyggja eigi að síður, svo að byggð
landsins haldist nokkuð samfelld í framtíðinni. Nýju bú-
greinarnar og nýju verkefnin, sem unnið er að vítt og breitt
um landið; að þeim verður að hlúa vel. Þar á ég við
loðdýrarækt, fiskeldi og fiskrækt í ám og vötnum, aukna
nýtingu hlunninda og alls konar smáiðnað, sem á fullkom-
inn rétt á sér í dreifbýli, og síðast en ekki sízt ferðamanna-
þjónustu í sveitum, sem vafalaust á mikla framtíð fyrir
höndum, ekki sízt þá það er hugleitt, að ísland er hreint
land og fagurt, loftið heilnæmt og lindirnar tærar.
Um leið og Búnaðarþing er að hefja störf sín, býð ég
nýjan landbúnaðarráðherra, Jón Helgason, velkominn til
starfa. Búnaðarsamtökin vænta hins bezta af samstarfi við
hann. Jafnframt þakka ég fyrrverandi landbúnaðarráð-
herra, Pálma Jónssyni, fyrir ráðherrastörfin og samstarfið á
liðnum árum.
Góðir þingfulltrúar, ég býð ykkur velkomna, sérstaklega
Þórönnu Björgvinsdóttur frá Búnaðarsambandi Eyjafjarð-
ar, sem mætir í stað Stefáns Halldórssonar, sem dvelur á
sjúkrahúsi. Þóranna er fyrsta konan, sem sæti tekur á
Búnaðarþingi, og ég óska henni til hamingju með þann
heiður.
Góðir gestir. Ég þakka ykkur komuna. Það er mér og
okkur öllum, sem heyrum til Búnaðarþingi og Búnaðarfé-
lagi íslands, fagnaðarefni, hve margir heiðra Búnaðarþing
með komu sinni. Það sýnir, að íslenzkur landbúnaður á enn
sterk ítök í hugum manna.
Að endingu þakka ég meðstjórnendum mínum, búnaðar-
málastjóra, ráðunautum og öðru starfsfólki Búnaðarfélags
Islands gott samstarf og vel unnin störf.
Sextugasta og sjötta Búnaðarþing er sett.“
Síðan tók til máls Jón Helgason, landbúnaðarráðherra.