Búnaðarrit - 01.01.1984, Blaðsíða 255
BÚNAÐARIMNG
227
jarða. Þetta hefur verið talið laxveiðimálum á íslandi til
sérstaks gildis, og á þessu hefur byggzt ræktun íslenzkra
laxveiðiáa og sá vísir til hafbeitar á laxi, sem hér hefur
tekizt að vaxa og margir ætla, að gæti komizt til verulegs
þroska.
í samræmi við þetta rótgróna íslenzka viðhorf hafa
íslendingar harðlega mótmælt djúphafslaxveiðum grann-
þjóða okkar, tekið þátt í fjölþjóðasamstarfi í því skyni, sem
borið hefur verulegan árangur, og bundizt í milliríkjasamn-
ingi um friðun lax í sjó (utan 12 mílna línu).
Væri skyndilega sveigt frá fyrri stefnu í þessu efni, en þó
innan marka fyrrnefnds samnings, þýddi það í hæsta lagi,
að heimilt yrði að veiða lax út að 12 mílna mörkum. Sú
veiði yrði eingöngu fólgin í því, að sitja fyrir göngum laxa úr
og í íslenzkar ár og hafbeitarstöðvar, og því innanríkismál.
Væri hins vegar sagt upp fyrrnefndum samningi og
teknar upp veiðar allt út að 200 mílna landhelgislínu, gegnir
öðru máli. Sem dæmi mætti taka veiðar fyrir austan land í
grennd við þau mið, þar sem Færeyingar stunda nú
flotlínuveiðar á laxi. Þar benda merkingaendurheimtur til,
að uppistaða aflans sé komin frá írlandi, Skotlandi og
Noregi. Þar væri því fyrst og fremst tekinn upp ránsskapur á
laxastofni þessara landa. í málflutningi og ályktunum
íslendinga (þar á meðal Búnaðarþings) hefur sú veiðistefna
ekki verið talin alls kostar heiðarleg. En þess ber og að
gæta, að enda þótt merkjaendurheimtur í afla Færeyinga
bendi ekki til, að þeir veiði íslenzkan lax að ráði, er það þó
naumast afsannað, að svo kunni að vera að einhverju
marki, enda eru laxamerkingar litlar í ám á Austurlandi,
sem næstar eru þeirri veiðislóð. Og ekki er að vita, hvar
unnt kann að vera að veiða íslenzkan lax á djúpslóð innan
200 mílna.
Stundum hefur litlu munað, að rányrkja á ýmsum
fiskstofnum við ísland hafi komið þjóðinni á kaldan klaka.
Sporin ættu að hræða frá því að gera sömu skil laxinum,
L