Búnaðarrit - 01.01.1984, Blaðsíða 146
118
BÚNAÐARRIT
Óttar Geirsson um Borgarfjörð og Suðurland og heimsótt-
um flesta þá bændur, sem notuðu rúllubindivélar s. 1,
sumar og skoðuðum verkun heyjanna. Grétar Einarsson,
sérfræðingur Bútæknideildar, fór með okkur um Suður-
landið. Tekin voru sýni til efnagreiningar og ákveðið var að
ætla tíma á Ráðunautafundi 1984 til að ræða þessa heyverk-
unaraðferð. Ég fylgdist með byggingaframkvæmdum í
Stóra-Ármóti, þar sem tilraunafjós er nú nærri fokhelt, og
fór nokkrar ferðir þangað, sem greiddar voru af stjórn
Stóra-Ármóts. 15. september fór ég vestur í Dalasýslu með
Magnúsi Ingþórssyni, sölustjóra hjá Glóbusi hf., Pétri
Jónassyni hjá Bútæknideild og Magnúsi Valdimarssyni hjá
Jötni hf. til þess að líta á súgþurrkunarviftur á tveim
bæjum. Mikil brögð voru að því að illa gengi að nota
súgþurrkunarviftur, sem settar voru við eins-fasa Jötuns-
mótora, sem var reynt í fyrsta skipti á s. 1. sumri. Á þessum
tveim bæjum mældum við mótþrýsting í hlöðunum. í lok
september kom hingað til lands forstjóri Bruvikverksmiðj-
unnar í Noregi, en þaðan eru flestar súgþurrkunarvifturnar.
Ég átti fundi með honum, aðilum frá Glóbusi hf. og Jötni
hf., þar sem vandamálin voru rædd og orsaka leitað.
Væntanlega verður hægt að ráða bót á þessum vandamálum
á næsta ári með samvinnu áðurnefndra aðila.
Ferðalög erlendis: Fyrirtækið Steinprýði hf. í Reykjavík,
sem flytur inn efni til steypuviðgerðar og yfirborðsfrágangs
frá Thoro, bauð mér þátttöku í ferðalagi til verksmiðjunnar
í Belgíu til þess að kynnast notkun þessara efna í byggingar-
iðnaði. Auk mín voru í ferðinni þeir Böðvar Jónsson og
Sigtryggur Benediktsson frá Vita- og hafnarmálastofnun,
Haraldur Hróbjartsson, múrarameistari á Hamri í Skaga-
firði, Erling Garðar Jónasson, rafveitustjóri á Egilsstöðum,
og svo Guðjón Helgason, sölustjóri, og Elías Guðmunds-
son, forsc. Steinprýði hf. ásamt eiginkonum Elíasar og
Erlings. Ferð þessi tók alls 8 daga, frá 25. febr. til 4. mars