Búnaðarrit - 01.01.1984, Blaðsíða 88
60
BÚNAÐARRIT
81004 (7202, 5/7, 250), Örvar 81031 (7700, 5/7, 233),
Tvistur 81026 (7400, 23/8, 246), Kóngur 81027 (7400, 23/8,
246), Prins 81032 (7400, 23/8, 242), Gaur 81034 (7400, 23/8,
237), Karfi 81021 (7400, 6/9, 270), Fjalli 81033 (7400, 6/9,
241), Hróðgeir 81036 (7400, 6/9, 248), Atgeir 82002 (0, 6/9,
187), Lokkur 81037 (6927, 16/9, 252), Fursti 82005 (0, 19/
10, 197), Höður 82014 (0, 19/10,172), Laukur 82027 (0, 19/
10, 161), Sóti 81039 (7400, 14/12, 259). Úr 6 nautum fékkst
ekkert sæði til frystingar af ýmsum orsökum.
Á skrifstofunni voru reikningshald og viðskiptaerindi
aðalverkefnin. Innheimt voru gjöld af 31.809 kúm, til að ná
85% þátttöku búnaðarsambandanna. f nóvember voru
frjótæknum send nýhönnuð eyðublöð fyrir sæðingarskýrsl-
ur og fleira því tilheyrandi. Enn fremur skrifaði tölvan út ný
fjós- og sæðingarspjöld með upplýsingum um sæddar kýr á
hverju búi á tímabilinu 1. okt. ’82—30. sept. ’83. Tíminn til
útskriftarinnar var valinn til að fá allar vetrarsæðingar á
sama spjald og auðvelda þar með bændum að fylgjast með
sæðingum og gangmálum í svartasta skammdeginu. Aðal-
uppgjör alls sæðingarstarfsins verður sem fyrr um áramót.
I september og nóvember þjálfaði ég 2 menn í nautgripa-
sæðingum. Annar þeirra hefur fengið bráðabirgðaleyfi til
að framkvæma sæðingar.
Starfsmaður við Nautastöðina auk mín er Ingimar Ein-
arsson og þakka ég honum vel unnin störf. Eins og
undanfarin ár hirti ég nautin þá daga, sem hann var að
heiman, og sunnudaga, alls 130 daga. Ég sat á árinu alla
fundi kynbótanefndar og aðalfund Frjótæknafélags íslands
í Reykjavík. Ég þakka öllum ánægjuleg samskipti á árinu.
Ritað í janúar 1984,
Diðrik Jóhannsson