Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1997, Page 39

Búnaðarrit - 01.01.1997, Page 39
BÚNAÐARRIT 1997 hafar hafi ekki samið sérstaklega um lækkun ásetningshlutfalls vegna beitarálags eða þátt- töku í umhverfis- eða atvinnuþróunarverk- efnum eða vegna náms eða starfsþjálfunar. Þá eru bændur, sem þurft hafa að farga fé vegna riðu, undanþegnir ásetningshlutfalli að öllu eða að hluta á fjárleysis- og fjártöku- tíma. Einnig voru reglur um aðilaskipti að greiðslumarki milli lögbýla hertar svo mikið að þau hafa í raun verið bönnuð eftir 1. júlí 1996 með þeirri undantekningu að eigandi lögbýlis getur flutt greiðslumarkið með sér, flytjist hann á annað lögbýli og ábúandi getur einnig flutt með sér sérskráð greiðslu- mark (greiðslumark sem hann hefur keypt sjálfur), flytjist hann á annað lögbýli. Samkvæmt samningnum er einnig gert ráð fyrir að ríkið geti keypt greiðslumark sem síðan er úthlutað til annarra greiðslu- markshafa. Á grundvelli þessa ákvæðis var á árinu 1997 úthlutað samtals 1.125 ærgild- um, en á árinu 1996 samtals 7.788 ærgild- um. Samanlagt greiðslumark í sauðfé árið 1997 var 395.834 ærgildi (7.204 tonn). Þar af voru 392.354 ærgildi (7-141 tonn) í virku greiðslumarki en mismunurinn er óvirkur vegna þess að ásetningsskylda er ekki upp- fyllt. Samningurinn gerir einnig ráð fyrir að gerð verði áætlun um afsetningu kindakjöts- framleiðslunnar og útflutningsþörf og var eigendum sláturfjár, hvort sem þeir eru beingreiðsluhafar eða ekki gert skylt að taka þátt í útflutningi og sæta útflutningsupp- gjöri fyrir hluta framleiðslu sinnar. Árið 1997 var útflutningshlutfall ákveðið 13% fyrir dilkakjöt og 25% fyrir kjöt af full- orðnu. Með þessu var takmarkað það magn sem fór til sölu á innlendum markaði en hverjum framleiðanda er frjálst að ákveða hve mikið hann framleiðir. Samkvæmt reglugerð nr. 407/1997 voru undanþágur frá útflutningsskyldu þrjár: a) Heimtaka á kjöti til eigin nota (innan tiltekinna marka). b) Slátrun utan hefðbundinnar sláturtíðar. c) Afurðir fjár hjá framleiðendum sem höfðu 0,7 kindur eða færri á fóðrum á hvert ærgildi greiðslumarks síns sam- kvæmt vortalningu búfjáreftirlitsmanns. Afkoma sauðfjárræktarinnar Samkvæmt niðurstöðum úr uppgjöri bú- reikninga frá Hagþjónustu landbúnaðarins fyrir árið 1996 er afkoma sauðfjárbænda mjög slök. Að meðaltali gat reksturinn það ár greitt í laun til eigenda og vexti af eigin fé kr. 646 þúsund eða tæplega kr. 54 þúsund á mánuði. Að baki þessunr niðurstöðum liggja búreikningar 118 sauðfjárbúa. I töflu 20 eru meðaltalsniðurstöður rekstrarreiknings allra búa, en einnig hjá völdum stærðarflokkum. Eins og sjá má eykst afraksturinn með vaxandi bústærð. I töflu 21 er efnahagsreikningur sömu búa og í töflu 20. Veltufjárhlutfall er að meðaltali 0,73 en nokkuð breytilegt eftir hústærð, eða á bilinu 0,70-0,79. Eiginfjár- hlutfall er að meðaltali 0,63 en er langlægst í stærsta stærðarflokki, 0,57. 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.