Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 4
Baldur Möller, ráðuneytisstjóri. irbúningsfundur að stofnun félagsins, sem átti að hafa það markmið að hefja markvissa baráttu við krabbameinið. Var sá fundur haldinn þriðjudaginn 1. febrúar 1949. Hugmyndin að stofnun krabba- meinsfélags hafði komið fram á fundi í Læknafé- lagi Reykjavíku", og hafði Alfreð Gíslason hreyft þessu máli þar, og félagið kosið nefnd til undir- búnings að stofnun slíks félags. Annar aðalhvata- maðurinn að stofnun þess var Gísli Sigurbjörnsson. Prófessor Níels Dungal hélt ítarlegt og fróðlegt erindi um krabbamein á stofnfundi félagsins, þar sem hann benti m. a. á að ástandið í sjúkrahús- málum þjóðarinnar væri algjörlega óviðunandi, og hér þyrfti skjótra aðgerða við. Þá ræddi hann um hvað gera þyrfti í baráttunni við krabbameinið, hversu mikil nauðsyn væri á auknum krabbameins- rannsóknum, og einnig benti hann á hversu mikið gagn gæti verið að félagsskap, sem styddi í hví- vetna baráttuna gegn krabbameininu. Strax á fyrsta fundi félagsins kom fram mikill áhugi fyrir málefnum, sem almennur félagsskapur gæti vel unnið að. í fyrstu stjórn félagsins voru kosnir: Prófessor Níels Dungal, formaður, Alfreð Gíslason, læknir, varaformaður, dr. med. Gísli Fr. Petersen, ritari og Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri, gjaldkeri. Meðstjórnendur voru: Magnús Jochums- son, póstmeistari, Frú Sigríður J. Magnússon, Sveinbjörn Jónsscn, hrl., Katrín Thoroddsen, lækn- ir og Ólafur Bjarnason, læknir. Varastjórn: Frú Sigríður Eiríksdóttir, hjúkrunarkona, Jóhannes Sæ- mundsson, pófessor og Þorsteinn Scheving Thor- steinsson, yfsali. Strax á fyrsta ári hófst mikið starf hjá félaginu. Byrjað var að gefa út Fréttabréf um heilbrigðis- mál. Fræðsluerindi voru haldin, skipulagt var betra fyrirkomulag á sendingum vefjasýna til Rannsókn- arstofu Háskólans, og félagið bauðst til að gefa Röntgendeild Landspítalans nýtízku röntgenlækn- ingatæki til að greiða fyrir öryggi í röntgenlækn- ingum. Þá var einnig hvatt til stofnunar fleiri fé- laga utan Reykjavíkur. Þegar á öðru ári var undir- búið samband krabbameinsfélaga, sem þá höfðu verið stofnuð. Var síðan Krabbameinsfélag íslands Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. 4 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.