Heilbrigðismál - 01.04.1969, Side 22
húðarbólgum, heilablæðingum, fyllir augun eldi og
fæturna bjúg og sendir líkamann á sjúkrahús."
Njálgur. (Oxyoris vermicularis).
Aðseturstaður þessa sníkjudýrs er fyrst og
fremst efri hluti ristilsins, og neðsti hluti smáþarm-
anna, þar sem þeir tengjast honum. Kvenormarnir
flytja síðan búferlum niður í endaþarminn og kring-
um hann. Þar verpa þeir eggjum sínum, sem smita
eftir nokkra klukkutíma (sjálfsmitun er algeng).
Hendur nærföt og fæðutegundir ataðar eggjum
valda fyrst og fremst smituninni. Njálseggin geta
einnig flutzt loftleiðis með ryki og þannig valdið
smitun. Sníkjudýrin klekjast út úr eggjunum í
þörmunum og ormarnir birtast í endaþarmasvæðinu
tveim til þrem vikum eftir bólfestuna, án þess að
hafa farið í gegnum önnur líffæri líkamans. Smitun
öfugu leiða er einnig talin geta átt sér stað, þannig
að lirfur úr eggjum utan endaþarmsins flytjast inn í
hann. Helztu sjúkdómseinkennin eru næturkláði í
endaþarminum. Stöku sinnum setzt sníkjudýrið að
í leggöngum kvenna og veldur bólgum í þeim, einn-
ig í sköpunum og fylgilíffærum legsins. Bezt er að
leiða eggin í ljós með því að þrýsta límsvampi á
húðina kringum þarmopið að morgni dags, setja
það, sem þannig næst á glerplötu til smásjárrann-
sóknar. Njálginn er hægt að sjá beint í þarmopinu
með endaþarmskíki. Þar sem allir í fjölskyldunni
smitast iðulega ætti hún öll að fá meðferð. Pyrvin-
ium parnoate eða vanqvin hefur reynzt lang örugg-
asta lyfið. Það fæst bæði fljótandi og sem húðaðar
töflur, og 50 mg á hver 10 kg líkamsþunga er hæfi-
leg inngjöf. Það virðist hindra eða stöðva myndun
þeirra hvata, sem stjórna sýringarefnaskiptum
sníkjudýranna. Það ætti að vekja athygli sjúkling-
anna á því, að pyrvinium parnoate er salt úr cynan-
ine litarefni, sem gerir saurinn ljósrauðan. Venju-
lega þolist lyfið ágætlega. Aukaverkanir eins og
ógleði, uppköst og þessháttar eru mjög sjaldgæfar.
Það verður að gæta strangasta hreinlætis jafnframt
lyfjameðfeiðinni. Aðskornar buxur hindra að sjúkl-
ingurinn klóri sér á næturnar. Neglur eiga að vera
vel klipptar og hendur og svæði kringum enda-
þarminn á að þvo vandlega eftir hægðir og nærföt
og rúmfatnað sjúklingsins á að sjóða rækilega. Enn-
fremur er sjálfsagt að nota smyrsli kringum enda-
þarminn, sem drepa ormana og draga úr kláðanum.
Pyrvinium parnoate (vanqvin) læknar allt að 90-
100% þeirraa, sem nota það rétt. Onnur lyf, sem
útrýma njálgi að visum hundraðshluta, er piperazin,
gentian blámi, og tetracyclin.
Sviti.
Hestar og karlmenn svitna, en konurnar fara í
kóf, og þetta verður svo að vera, annars yrðum við
eins og vatnsbelgir. Hin svokallaða svitalykt, kemur
alls ekki af svitanum sjálfum. Hún orsakast af sýkl-
um, sem alltaf eru í húðinni, og breyta og brjóta
niður hina lyktarlausu útsmirun, en þær eru athafna-
mestar þar sem húðin er heit og rök. Lyktin kemur,
þegar svitinn blandast sýklagróðri húðarinnar, og
yfirborðsefnin, sem þá myndast fá að sitja þar.
Þar sem loftið leikur ekki eins frjálst um þá
staði, sem eru vaxnir hári, safnast svitinn mest þar
með ógeðfelldum afleiðingum. Menningin hefur
gert svitalyktina að þjóðfélagslegum vanda, og hún
þykir bera vott um menningarleysi, vera ófín og
jafnvel ruddaleg. Sagt er, að hún geti jafnvel valdið
því, að h in fegurstu ástarævintýri fari forgörðum.
Hreinlæti, regluleg og rækileg böð er fyrsta skrefið
til að verjast sýklagróðri á húðinni og óþægilegri
lykt. Fyrsta kvennablaðið, sem kom út í Bandaríkj-
unum, færði lesendum sínum þessar ábendingar
1837. „Leyndardómurinn til viðhalds fegurðinni er
þríþættur: hófsemi, líkamsæfingar og hreinlæti."
Bezt er að eyða svitalyktinni með sápuþvotti og
hreinsa þannig burtu leyfarnar af honum, sem sitja
á húðinni eftir uppgufunina. Heppilegustu böðin
eru steypur, þar sem notað er nóg af heitu rennandi
vatni og kalt á eftir til að loka svitaholunum. Ef þú
svo nuddar líkamann vel eftir baðið með grófu
handklæði, kemur nóg af hreinni fitu út úr fitu-
kirtlunum til að halda húðinni mjúkri og sléttri.
Verið í fatnaði, sem leyfir loftinu að leika frjálsu
um líkamann, svo að svitinn gufi upp í stað þess að
blandast húðgerlunum og safnast fyrir á henni.
22
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGfilSMAL