Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 18
Sjúkrasaga Það eru 10 ár liðin síðan Sveinn Steinsson fór í nákvæma heilsufars: annsókn. Það framtak varð til þess að hann lifir enn hamingjusömu og heil- brigðu lífi. Læknirinn sagði honum að hann væri vel á sig kcminn, e'ginlega ágætlega miðað við 50 ára aldur hans að einu undanteknu. Rannsókn með sjónauka til að skoða endaþarm- inn og neðsta hluta ristilsins leiddi í ljós smá hnút eða útvöxt. Hann hafði hvorki verki né önnur einkenni, en hnúturinn var nú þarna samt sem áð- ur. Hann reyndist vera krabbamein rétt á byrjun- arstigi, sem fannst meðan auðvelt var að lækna það. Krabbamein'ð var numið burtu með einfaldri skuiðaðgerð, og Sveinn Steinsson er bráðlifandi og hiaustur enn þann dag í dag, og einn í hópi þeirra milljóna, sem hafa læknast að fullu af krabbamein- inu. Endaþarms- og ristil-krabbameinið er algengara hjá konum en körlum á íslandi, en fer í vöxt hjá báðum kynjum samtímis því, að magakrabbamein- unum fer fækkandi. Meðal Bandaríkjamanna má tíðnin heita jöfn hjá báðum kynjum. Það ræðst á 70 þús. Bandaríkjamenn árlega og allt að 40 þús. deyja þar úr krabbameini í endaþarmi og ristli á hverju ári. Þetta er sérstaklega hörmulegt, því krabbame'n á þessum stöðum læknast vel og auð- veldlega. Ef það finnst snemma má bjarga u. þ. b. 3 af hverjum 4. Flestum dauðsföllum vegna krabba- meins í ristli og endaþarmi mætti því afstýra. Ár- leg skoðun, sem felur í sér speglun á endaþarmi og ristihkoðun er bezta trygging yðar gegn sjúkle'ka og dauða af völdum þess. Þeir skipta milljónum í heiminum, sem hafa fengið lækn ngu á endaþarms- og ristil-krabbameini, vinna fullt starf og eru við ágæta heilsu. Aðalemkenni sjúkdómsins á þessu svæði eru stöðug óregla á hægðum, hjá sumum harðlífi eða hægðat egða, hjá öðrum niðurgangur, en sumir hafa n'ðurgang og hægðaleysi til skiptis. Onnur einkenni: Blæðingar, slímrennsli og kveisu- verkir. En með þarmkíkinum geta læknar fundið flest krabbamein í endaþarmi og ristli vegna þess að á því svæði, sem þannig er aðgengilegt til rann- sóknar, myndast 75% allra krabbameina í þörm- um. Ef allir sem hlut eiga að máli sýndu nægilega árvekni, mætti finna þau á því stigi, sem auðveld- ast er að lækna þau að fullu. Þarmakíkirinn, procto- scopið, er grönn pípa, sem er rennt hægt og mjúk- lega upp í þarminn. Hinir mestu áhrifamenn með- al lækna á sviði krabbameinslækninga, hafa komizt að raun um að með þarmakíkinum einum mætti bjarga fleiri mannslífum frá krabbameinsdauða en mögulegt er með nokkurri annarri rannsóknarað- ferð. Árleg læknisskoðun ætti að fara fram á öllum sem komnir eru yfir fertugt, og þá má aldrei van- rækja eða gleyma að lýsa upp í þarminn. Saga lífs þíns er skráð með gerðum þínum. Þú getur stutt að því að í henni megi lesa: „ og hann lifði löngu heilbrigðu lífi". Bj. Bj. 18 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐI SMAL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.