Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 12
Pierre Curie. Við uiðum sem þrumulostin þegar okkur barst hin válega fregn. Á því augnabliki flugu um huga okkar þau stórvirki sem hann hafði afrekað í þágu vísind- anna og mannkynsins. En allt þetta og þær miklu vonir, sem við hann voru tengdar, var nú afmáð í einu vetfangi. Þetta er aðeins eitt dæmi þeirra minningarorða, sem vcru skrifuð um hinn mikla franska vísinda- mann Pierre Curie, sem uppgötvaði radiumfrum- efn:ð ásamt konu sinni, og fórst í umferðarslysi eins og af hræðilegri tilviljun. Dóttir hans, Eve Curie, gefur eftirfarandi lýsingu af atburðinum í bókinni um móður sína, Marie Curie. Dauða Pierre Curie bar að á rigningardegi í apríl 1906. Hann hélt áfram ferð sinni, var kominn niður í Dauphine-stræti, sem bergmálaði af ópum ökumanna og ískri sporvagnanna við götuteinana niðri við höfnina. Það var gífurleg mannþröng í gömlu París um þessar mundir. Vagnarnir komust varla hver framhjá öðrum og gangstéttirnar eru alltof mjóar fyrir gangandi mannfjöldann. Pierre gengur ýmist á gangstéttarbrúninni eða úti á göt- unni, nokkuð’reikandi eins cg algengt er um fólk í þungum hugsunum. Nú um stund hefur hann gengið úti á asfaltinu að baki lokuðum fólksvagni, sem silast áfram leiðina til Nýju-bryggju. Þar sem bryggjan og gatan skerast er hávaðinn gífurlegur, þegar sporvagn á leið til Concord-torgsins er rétt Örlagaríkt dauðaslys að fara framhjá meðfram fljótinu. Þungur og stór vöruflutningavagn með tveim hestum fyrir ekur út- frá brúnni og heldur á brokk-hraða yfir í Dauphine- strætið. Pierre ætlar að komast yfir akbrautina á gangstéttina hinum megin. Með þeirri skyndingu er einkennir oft þá sem eru utan við sig, vindur hann sér frá farþegavagnlnum, sem hefur skýlt honum, en há og ferstrend yfirbygging hans hefur hulið honum útsýnina. Hann gengur nokkur skref yfir til vinstri. í sama vetfangi rekst hann á frís- andi hest, annan þeirra sem var fyrir flutninga- vagninum og er einmitt á þessu augnabliki að fara framhjá farþegavagninum. Pierre gerir klaufalegar tilraunir til að grípa í aktygi hestsins, sem prjónar, en þá rennur vísindamaðurinn í sleipri götuleðj- unni og um leið gellur við óp ekilsins. Pierre ligg- ur undir risahestinum, fólkið í kring æpir, stanzið! stanzið! Okumaðurinn þrífur í taumana án árang- urs, og hið þunga ökutæki heldur áfram. Pierre liggur á götunni, hann er lifandi og hefur ekki slasazt. Hann gaf ekki frá sér hljóð og hreyfði sig varla. Hestarnir fara yfir hann án þess að snerta hann með hófunum. Það gæti skeð kraftaverk. En vagnbáknið, 6 tcnna þungt, heldur enn nokkur fet áfram af eigin þunga. Vinstra afturhjólið mætir fyrnstöðu sem mélast undir því, það er enni, manns- höfuð. Hauskúpan brestur, rautt slímkennt efni þeytist í allar áttir, heili Pierre Curies. Lögreglu- 12 FRÉTTAKRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.