Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 21
Fróðleiksmolar Þarj ekki lengur vitnanna við. Sannanirnar fyrir því, aS sígarettureykingar séu aðalorsök lungnakrabbameins, eru orðnar svo ótal margar, að ekki ætti lengur að þurfa fleiri vitna við. En fólk, sem endilega vill trúa hinu gagnstæða, hamrar jafnt og þétt á því, að sannanir byggðar á tilraunum séu ekki enn fyrir hendi. Því verður ekki neitað, að það hefur reynzt mjög erfitt að sanna með dýratilraunum, að innöndun sigaretmreyks orsaki lungnakrabbamein. Tilraunadýrunum finnst sigarettureykurinn and- styggilegur, ekki að ástæðulausu, og berjast gegn því í lengstu lög að anda honum að sér. Og að teyga hann djúpt niður í lungun vegna nautnar eins og maðurinn finnur til, kemur aldrei til greina. Því geta slíkar tilraunir aldrei svarað til reykinga mannsins. Nú hefur þekktur frömuður í krabbameinsrann- sóknum, J. C. Horns, skýrt frá því í British Med. Journal (16. des. 1967), að tilraunamýs, sem eru látnar reykja, fái lungnakrabbamein. Músategund, sem annars aldrei fær lungnakrabba- mein, sé alt með eðlilegum hætti, voru settar í sigar- ettureyk, sem var talinn jafngilda því, er menn reykja. 8 mýs af 200 í reykingahópnum fengu lungnakrabbamein en í jafnstórum hóp, sem hafður var til samanburðar og andaði að sér hreinu lofti, myndaðist ekki eitt einasta lungnakrabbameins allt þeirra líf. Litli drengurinn og skjaldbakan. Brad Haines í Salt Lake City, sem er 2ggja ára gleypti skjaldböku af stríðni við systur sína, sem hann reiddist. Skjaldbakan sézt á röntgenmyndinni, þar sem örin bendir til. Læknarnir í spítalanum í Salt Lake City höfðu aldrei lent í samskonar vanda áður og vildu helzt ekki skera drenginn upp. Það reyndist heldur ekki nauðsynlegt. Seinni myndin sýnir Brad litla í bezta gengi, eftir að skjaldbakan hafði labbað í gegnum hann og komizt frá honum á fullkomlega eðlilegan hí'" Ofdrykkjan. Á steinhellu í prestssetursveggnum í Kimford, vestur Sussex í Englandi standa þessi miskunnar- lausu varnaðarorð undir fyrirsögninni: „Niðurlæg- ing ofdrykkjunnar." „Engin synd afskræmir meira í- mynd guðs en drykkjuskapur. Hann dulbýr persónu- leikann og gerir hann jafnvel að ómenni. Af of- drykkjunni fær hann nautsháls, svínsvömb og asna- haus. Ofdrykkjan svívirðir mannseðlið, drepur vitið, er skipbrot skírlífisins og morðingi samvizkunnar. Ofdrykkjan eitrar líkamann, bikarinn er mann- skæðari en fallbyssa, hann veldur vatnssýki, slím- FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.