Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 7
Dr. med. Gunnlaugur Sncedal, formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur, flytur rceðu sína á afmœlisfundi félagsins laugardaginn 8. marz. Lengst til vinstri á myndinni er Gísli Petersen, prófessor og því nœst Olafur Bjarnason, pró- fessor, sem báðir eiga sceii í stjórn félagsins. um krabbameinsmálefni, gætu með fræðslustarf- semi, fjá söfnun til rannsóknarstöðva og lækninga- tækja, o ðið að miklu liði, gengu þar fram fyrir skjöldu. í ágætum greinum í „Fréttabréfi um heilbrigð- ismál" ár.'n 1961 og 1964, hafa þeir prófessor Niels Dungal og Bjarni Bjarnason læknir lýst aðdrag anda að stofnun og sögu félagsins fram á síðustu á". Hixði ég ekki um að rekja þá sögu hér, heldur geta fárra atriða einna. Þótt ekki hafi verið um stofnun krabbameinsfélags að ræða, vil ég minnast braut yðjendastarfs er forgöngumenn Radiumsjóðs íslands unnu, með kaupum á radium til landsins árið 1919. Fyrsta radiummeðferð hérlendis fór fram síðla árs 1919 og eru því 50 ár liðin á þessu ári. Það var stórkostlegt átak að kaupa radium til landsins á þessum fátæktarárum, 142 mg., þegar radium- forði alh heimsins hefur þá sennilega verið aðeins 1-2 kg. Radium þetta hefur bjargað fjölda manns- lífa fram á þennan dag. Þökk sé þeim cg heiður, er þar gengu fram fyr- ir skjöldu. Forgöngu að stofnun Rrabbameinsfélags Reykja- víkur átti Alfreð Gíslason, læknir. Hreyfði hann málinu á fundi Læknafélags Reykjavíkur. Var á fundinum kosin nefnd fimm lækna er síðar boð- aði til undirbúningsfundar að stofnun almennra samtaka, er hefðu baráttu gegn krabbameini að markmiði. A stofnfundi félagsins 8. marz 1949, var pró- fessor Niels Dungal kjörinn fyrsti formaður þess. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.