Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 19
]ohn Wakefield Hrœðslan er jafn- vel hœttulegri en sjúkdómurinn Það stóð nýlega í fræðslugrein frá alþjóðaheil- brigðisstofnuninni, að hræðslan við krabbamein gæti jafnvel orðið hættulegri en sjúkdómurinn sjálf- ur. Þetta má til sanns vegar færa, því oft veldur hún því, að fólkið dregur að fara til læknanna og eyðir þannig dýrmætum tíma í hættulega bið, sem iðulega verður til þess að allt er um seinan þegar loksins er hafizt handa. Nú eru komnar til skjalanna alls konar læknisaðgerðir, sem lækna mikinn fjölda þeirra krabbameina, er koma snemma til læknismeðferðar. En læknarn'r geta ekki beitt þeim fyrr en sjúkling- urinn leitar þeirra, og alltof margir draga það á langinn eins lengi og þeim er frekast unnt. Skoðanakannanir í ýmsum löndum hafa leitt í Ijós, að venjulega orsakast biðin af ótta, sennilega vegna þess að öldum saman var krabbameinið ó- læknandi og fjöldi fólks heldur enn að svo sé. Þessi óheilla afstaða er lang hættulegust af öllum hinum alröngu hugmyndum um krabbameinið. Til hvers er að leita læknis ef fólk er fullvisst um að hann geti ekkert gert. Sjúkdómseinkennin eru oft svo skýr, að enga sérfræðiþekkingu þarf til að kannast við þau, en árlega fyrirgera hundruð þúsundir manna um allan heim beztu tækifærum til fullkominnar lækn- ingar vegna þess að þeir kcma ekki nógu snemma til læknisins. Það er vandalaust að láta blekkjast af sögusögnum fólks um hverjar séu ástæðurnar fyrir drættinum. Sumir tala um fjárhagslegar áhyggjur, aðrir óttast að missa atvinnuna eða kvíða fyrir að skiljast við fjölskylduna. Allar virðast þær trúlegar og veiga- miklar en það má heita víst að þær séu ekkert annað en tilraun til að skýra djúpstæðan ósegjanlegan ótta við það, sem er talið banvænn og vonlaus sjúkdóm- ur. Það þarf meira en einhverja bláttáfram allsherjar fræðilega reglu til að gera sér grein fyrir undirrót þessa ótta, og það er tilgangslaust að ætla að beita fræðslustarfsemi til þes að eyða honum, þegar sjúklingurinn gefur til kynna einhverja orsök hans, sem að ekkert á skylt við þá eðlislægu hræðslu, sem raunverulega býr að baki. Þar sem óttinn við krabbameinið á sinn mikla þátt í sífelldum drætti, leiðir af sjálfu sér að uppfræðarinn verður að forð- ast að nota hina djúpstæðu hræðslu sem vopn í á- róðri sínum. Ótti að vissu marki er eðlileg varnar- ráðstöfun en óhæfileg skelfing getur hindrað allar raunhæfar aðgerðir. Ennfremur getur það myndað hættulegar leyndar fallgryfjur að benda alltof mikið á dánartölur eða nauða of mikið á hættunni af að bíða og beina athyglinni einungis að einkennum, sem ekki þurfa endilega að vera nein sérkenni krabbameins. Von og traust á að vera meginstoð FRÉTTABRÉr UM HEI LBRIGÐISMÁL 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.