Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 8
Vrá ajmíslisfundi Krabbameinsfélags Reykjavíkur þann 8. marz 1969 i Norrœna húsinu.
Er Krabbameinsfélag íslands var stofnað 27. júní
1951, tók prófessor Dungal við formennsku í því
félagi, en Alfxeð Gíslason í Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur, en hann hafði frá stofnun félagsins
verið varaformaður þess. Bjarni Bjarnason, læknir,
varð formaður árið 1960, þar til hann tók við
starfi formanns Krabbameinsfélags íslands, er pró-
fessor Dungal lézt árið 1966. Prófessor Gísli Pet-
ersen, prófessor Ólafur Bjarnason og Sveinbjörn
Jónsson, hæstaréttarlögmaður hafa verið í stjórn
félagsins frá upphafi.
í fyrstu aðalstjórn voru auk áðurnefndra, Gísli
Sigurbjörnsson, forstjóri, Magnús Jochumsson, póst-
meistari, frú Sigríður Magnússon og Katrín Thor-
oddsen, læknir.
Eg hefði kosið að geta allra annarra er starfað
hafa í stjórn og varastjórn síðar, en læt nægja á
þessum vettvangi að þakka þeim gott starf í þágu
félagsins, svo sem forgöngumönnum öllum og öðr-
um, sem dyggilega hafa unnið að velferð þess og
þeim málefnum, sem það berst fyrir.
f samþykktum fyrir félagið segir svo m. a.:
Tilgangur félagsins er að styðja í hvívetna bar-
áttu gegn krabbame'n'.. Þessum tilgangi hyggst fé-
lagið fyrst og fremst ná með því:
1. Að fræða almenning í ræðu og riti og með
kvikmyndum um helztu byrjunareinkenni
krabbameins, eftir því sem henta þykir.
2. Að stuðla að aukinni menntun lækna í grein-
ingu og meðferð krabbameins.
3. Að stuðla að útvegun eða kaupum á fullkomn-
ustu lækningatækjum á hverjum tíma og nægu
sjúkraiúmi fyrir krabbameinssjúklinga.
4. Að hjálpa krabbameinssjúklingum til þess að fá
fullkomnustu sjúkrameðferð, sem völ er á, inn-
anlands eða utan.
8
FRÉTTABRÉF UM HEI LBRIGÐISMAL