Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 13
mennirnir lyfta heitum líkama hans, líf hans er slokknað á einni svipstundu. Þeir kalla á léttikerr- ur, sem aka framhjá, en engin þeirra vill taka ó- hreint afmyndað lík, sem blóðið lagar úr upp í vagninn sinn. Mannfjöldinn eykst og þyrpist allt í kringum flutningavagninn, sem nú heldur kyrru fyrir. Gremjuleg óp berast til vagnstjórans, Louis Manin ,sem hefur valdið þessu voða verki, án þess að eiga nokkra sök á því. Loks koma tveir menn með börur. Hinn dauði maður er lagður á þær. Eftir tilgangslausa viðkomu í lyfjabúð, er hann borinn til næstu lögreglustöðvar, og þar eru pappírsplögg hans rannsökuð. Þegar tilkynnt er að fórnarlambið sé Pierre Curie, prófessor og frægur vísindamaður, eykst uppnámið um allan helming og lögreglan verður að grípa fram í til að vernda Manin. Louis Drouet læknir, þvær hið ataða andlit, rann- sakar gínandi sárið á höfðinu og tekur 16 bein- RÆÐA DR. MED. GUNNL. SNÆDAL frh. af hls. 11 ekki er um verulega aukningu krabbameins á hærra stigi að ræða, heldur koma sjúklingar nú æ fyrr til meðferðar og í síauknum mæli áður en æxlisvöxtur er hafinn. Kallar þetta á mjög aukna þörf fyrir próftökur og minni aðgerðir í grein- ingarskyni. Vandræðin, rem stafa af skorti á sjúkra- rúmi fyrir þessa sjúklinga, eru uggvænleg. Mörkun stefnu í málefnum krabbameinslækn- inga, er fyrsta atriðið, sem framkvæma þarf til þess að úrbóta megi vænta. Sú stefna verður að ákveða hver skal verða: í fyrsta lagi uppbygging fullkom'nnar geisla- lækningadeildar, er auk lækninga skipuleggi eftir rannsóknir. í öðru lagi staðsetningu sjúkrarýmis fyrir alla þá sjúklinga er annarra meðferða þarfnast. í þriðja lagi staðsetningu þeirra er meðferð hafa hlotið, en lengri vistar þurfa svo og fyrir þá er ekki hafa hlotið lækningu eða afturhvarf fá síðar meir. Þessi síðast töldu málefni heyra að sjálfsögðu undir heilbrigðisstjórn landsins og verða einungis FRÉTTABRÉF UM HEI LBRIGÐISMAL brot, sem fyrir skammri stundu mynduðu haus- kúpu. Vísindadeild háskólans er tilkynnt fréttin í síma. í dimmu lögreglustöðinni í stræti Ágústin- usar mikla, kemur lögreglustjórinn að vörmu spori fram og ritari hans, báðir daprir og hrærðir. Aðstoð- armaður Curies er með þeim og berst ekki af, og þar er vagnstjórinn þrútinn og rauður í andliti, alveg miður sín. Báðir mennirnir standa álútir fiammi fyrir lögreglunni. Þarna er Pierre lagður til. Ennið er reifað. Hinn hluti andlitsins, sem er óskaddaður, er látinn ber. Fyrir honum er nú öllu lokið. Fimm metra langur vagninn með háfermi af hermannabúningum bíður fyrir utan. Smátt og smátt máir regnið út blóðblettina af hjólinu. Þungu stórvöxnu hestarnir eru orðnir órólegir vegna þess að húsbóndi þeirra er horfinn, þeir sparka með hófunum í götuna. leyst af henni vegna kostnaðar. Krabbameinsfélögin eiga hins vegar að veita málefnum krabbameins- lækninga þá stoð sem þau mega. Þau hafa þegar unnið stórvirki með samtakamætti sínum og starfi og geta áfram séð um þá mikilvægu þætti, sem kcmnir eru í fastar skorður. Lokaorð Ég lýk nú máli mínu með þeim óskum, að það hjálparstarf við leit og lækningar krabbameins megi áfram eflast og dafna — að þau alvarlegustu mál, sem drepið hefur verið á hér að framan, leys- ist í náinni framtíð. Þá mun allt það góða fólk, sem liðsinnt hefur félögunum í starfi, fá umbun fyrir. Þakkir vil ég flytja stjórn Krabbameinsfélags Islands fyrir ágæta samvinnu á liðnum árum. Þar hefur enginn skuggi á fallið. Meðstjórnendum mmum þakka ég einnig ágætt samsta' f svo og starfsfólki félaganna. Ykkur - góðir gest r - þakka ég komuna hingað - fyrir að vilja fagna með okkur þessum tímamót- um. Megi þau verða okkur öllum hvatning til nýrra átaka í þeim málefnum, sem Krabbameinsfé- lögin berjast fyrir þjóðinni til heilla. 13

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.