Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 20
HVERNIG FÁST STÓRREYKINGA . . . frh. af bls. 18 hugmyndir um, að reykingar séu raunverulega hættulegar. Til að sýna fram á það, eru syndar kvikmyndir og úthlutað fræðslupésum í fyrsta sinn, sem sjúklnngur kemur á stöðina, er hann eða hún látin fylla út spurningalista. Til- gangurinn með því er að leiða í ljós hvers vegna sjúklingurinn reykir. Það er litið svo á, að (ef) takist að láta hann gera sér grein fyrir, hvers vegna hann reykir, sé auðveldara að fá hann til að leysa vandann. í annað skipti talar Williams læknir við sjúkl- inginn undir 4 augu og framkvæmir á hcnum ýmsar rannsóknir. Þetta er endurtekið að 6 viknum liðn- um. Einkaviðtöl Williams læknis gefa sjúklingi tækifæri til að ræða ýmislegt, sem hann ef til vill kveinkaði sér við í hópi annarra. Fjöldaumræðurnar, sem Kenneth Robertson stjórnar, eru mjög þýðingarmikill þáttur í með- ferðinni. Sjúklingarnir komast þannig í félagslegt samband og veita hver öðrum styrk. Hjálpa hver öðrum að komast á rétta braut, líkt og í Alcholic- Anonymus-samtökunum. Töflur og gervisigarettur. Sjúklingunum er gert það ljóst, að það sé undir sjálfum þeim komið, hvort tekst að hætta að reykja eða ekki. Hjálparmeðulin, sem stuðzt er við, eru töflur gegn reykingum og gervisigarettur, sem sjúkling- arnir fá gegn mjög vægu gjaldi. Þær duga bezt við þá, sem rétt kveikja í og láta þær síðan Iiggja og bræla. Árangurinn. Williams læknir dregur enga dul á, að árang- urinn sé frekar lélegur eftir þessi 5 ár. 10% hafa algerlega brugðist en 20% hætt með öllu. Hinir hafa minnkað reykingarnar, sumir niður í 5 siga- rettur á dag. Þetta eru svipaðar tölur og dr. Alexander Crich- shank fékk hjá 20 sams konar stöðvum 1965. Árangurinn 1967 virðist stórum betri, segir Will- iams læknir. Skýrslan er ekki fullgerð ennþá, en hann telur, að um 40% hafi með öllu hætt að reykja. Nánast allir sjúklingarnir draga úr sigarettu- neyzlunni, segir læknirinn, en við viljum fá þá til að hætta með öllu, því það er einasta leiðin til að tryggja þá gegn stórreykingum á ný. Þó má segja, að sjúklingur, sem til langframa lætur sér nægja 5 sigarettur á dag, sé nokkurn veginn öruggur. Sjúklingar eiga að koma til eftirlits 3., 6. og 12. mánuðinn eftir læknismeðferðina. Bj. Bj. þýddi. KRABBAMEINSFÉL. RVÍKUR 20 ÁRA frh. af bls. 7 atti maður dáið, sem fékk krabbamein, en nú væri svo kormð, að þtiðji hver krabbameinssjúklingur læknaðist. Bjarni sagði ennfremur, að samkvæmt allrar fræðslu og takmarkið ætti að vera að koma inn þeirri sannfæringu að það sem raunverulega dugi, sé að leita læknisins í tíma. Hin dapurlega hlið krabbameinsins er öllum kunn. Það sem fólk veit ekki ennþá, er hvað miklu bjartara er framundan fyrir þá, sem nú fá krabba- mein sem enn er viðráðanlegt, og gerir sér heldur ekki grein fyrir hinni miklu vernd, sem ýmsar skrám væru ein milljón og fjögur hundruð þúsund manns í Bandaríkjunum taldir læknaðir af krabba- meini. Taldi Bjarni það geta haft verulega þýðingu, ef hafizt væri handa um að gera skrá yfir það, hversu margir væru læknaðir af þessari meinsemd hétlendis. (Frásögn Morgunblaðsins) fjöldarannsóknir veita nú orðið gen sjúkdómum, eins og ftumgreining gegn byrjandi krabbameini í leghálsi. Þetta er það sem við eigum að stefna að ef við ætlum að vekja nýtt traust á gildi tímabærrar meðferðar meins:ns. Þannig eigum við að draga úr þeim drætti, sem kostar svo mörg dýrmæt líf. Bj. Bj. þýddi. FRÉTTABJRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 20

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.