Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 16
Hvernig fást stórreykingmenn til að hœtta? Islington er borgarhluti í London. Þar er stofn- un, sem kennir fólki og hjálpar því til að hætta reykingum. Auk daglegra leiðbeininga og uppörv- unar eru haldin þar námskeið, sem gengið er ríkt eftir að fólkið sæki. Þó ekki heppnist að venja fólkið alveg af reykingum, en ef tekst að koma því niður í 5 sigarettur á dag, telur forstöðumaður stofnunarinnar að því sé nokkurnveginn borgið. í byrjun, þegar starfsemi stofnunarinnar var ný- lega hafin, voru læknar almennt mjög áhugasamir fyrir henni, að sögn forstöðumannsins, Howard Williams læknis, en síðan gleymdu þeir henni. - Þess vegna sendir hún dreifibréf árlega, sem hvet- ur þá til að færa sér starfsemi hennar í nyt. Bæði er hún þjónusta við sjúklinga þeirra, léttir þeim sjálfum störfin og er uppörvun fyrir okkur, segir læknirinn. Þegar sjúkiingur leitar okkar, skýrum við lækni hans frá því og látum hann fylgjast með framförunum. Við sendum einnig áróðursspjöld til læknanna, sem þeir geta hengt upp á biðstofum sínum. blvers vegna er erfitt að hœtta? Williams læknir viðurkennir, að bezti árangur- inn sé hvorki dreifibréfum né áróðursspjöldum að þakka, heldur greinum, sem stöðugt eru birtar í dagblaði Islington-hverfisins. Hvers vegna óskar fólk að hcetta reykingum? Þessi spurning var lögð fyrir 20 manns í Isling- ton á mismunandi aldri. „Ég er barnshafandi", sagði ung kona, „og ég veit, að tóbaksreykingar eru hættulegar fyrir fóstrið". „Ég gæti vel þegið að vera frískari", sagði mið- aldra maður, sem reykti 20 sigarettur á dag. Einn sagði, að það væri siðferðileg niðurlæging að geta ekki lagt reykingar á hilluna og annar sýndi bréf frá einum lækninum við Maudsley-spítalann. „Þér ættuð að reyna einu sinni enn að hætta af eigin rammleik", stóð í bréfinu. „Takist það ekki, ættuð þér að leita til hjálparstöðvarinnar í Islington". Námskeið fyrir tóbaksþrœlana. Stöðin var opnuð í nóvember 1962 og framan af var hún fjölsótt, en smátt og smátt minnkaði aðsóknin. Þá var stofnað til námskeiða, sem jafnan eru vel sótt og þykja gefa betri árangur en einka- kennslan. Ollum hugsanlegum ráðum var beitt til að halda fólkinu að námskeiðunum og rúmlega 80% sjúklinga komu 4 sinnum í viku á því 6 vikna tímabili, sem námskeiðið stendur yfir. Fyrsta viðfangsefnið er að skýra staðreyndir fyr- ir fólkinu. Fjöldinn allur virðist hafa mjög óljósar frh. á bls. 21 16 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.