Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 6
Rœða dr. med. Gunnlaugs Snœdal Einn af beztu eiginleikum mannsins, er vilji hans til að hjálpa nágrannanum. Sú staðreynd, hve mörg félög og samtök í þjóð- félaginu hafa verið stofnuð í því skyni að vinna að ýmsum velferðarmálum, sýnir bezt, hve ríkur þessi eiginleiki er. Við erum hér saman komin til þess að minnast stofnunar eins slíks félags. Hinn 8. marz 1949 var Krabbameinsfélag Reykjavíkur stofnað og er því 20 ára í dag. Það er góður siður á slíkum tímamótum að líta yfir farinn veg, rifja upp hverjar ástæður voru fyrir stofnun félagsins og hvernig hefur tekizt með starfið til þessa dags. Um leið og minnst er liðins tíma, gefst tilefni til að kanna hvernig byggja megi á fenginni reynslu og hyggja að verkefnum framundan. Saga félagsins Þótt krabbamein hafi ávallt verið algengur sjúk- dómur, má sjá við lestur eldri heimilda, að illkynja meinsemdir hafa lengst af fallið í skuggann af öðr- um mann'skæðum sjúkdómum. Hver sjúkdómurinn af öðrum hefur lotið í lægra haldi, einkum á þessari öld. Má nefna bráða sjúk- dóma af völdum sóttkveikja, berklaveiki, sullaveiki, ýmsa hörgulsjúkdóma o. fl. Þessi þróun hefur ýtt krabbameini meir og meir fram í sviðsljósið. Hafa illkynja sjúkdómar ásamt hjarta- og æðasjúkdóm- um verið lang algengasta dánarorsök hér á landi sem í flestum nágrannalöndum sl. 20-30 ár. Á fjórða tug þessarar aldar kom mikill skriður á málefni er snerta krabbamein. Mönnum varð bet- ur Ijóst en áður, að frumskilyrði til árangurs í meðferð þess, væri greining sjúkdómsins á byrj- unarstigi. Til þess að svo mætti verða, þyrfti tvennt að koma til. í fyrsta lagi, að koma þyrfti á fót rannsóknarstarfi, sem einkum beindist að grein- ingu krabbameins. í öðru lagi yrði að koma á fót víðtækri fræðslu og upplýsingum til almennings um mikilvægi greiningar sjúkdómsins á frumstigi. Hér var við mikla örðugleika að etja. Rótgróin hræðsla við krabbamein stóð upplýsingastarfsemi fyrir þrifum. Sérhver viðleitni til kynningar byrj- unareinkenna olli tortryggni ýmissa aðila m. a. margra lækna, sem mðu varir við, að slíkar upp- lýsingar orsökuðu oft öldu af hræðslu. Fólk, sem taldi sig kenna þeirra óljósu einkenna, er lýst var, sá oft fyrir sér sinn aldurtila, í flestum tilfellum að ástæðulausu. Þeir sem þekkja bezt möguleikana til bætts ár- angurs sáu, að þrátt fyrir áðurnefnda vankanta er aukin fræðsla hafði í för með sér, mætti slíkt ekki hindra eðlilega þróun. Árangur í meðferð ýmissa tegunda k'abbameins fór síbatnandi og örvaði það menn til stærri átaka. Þannig var jarðvegurinn er Krabbameinsfélag Reykjavíkur var stofnað. Menn, sem trúðu því að öflug félög áhugamanna 6 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.