Heilbrigðismál - 01.04.1969, Page 14

Heilbrigðismál - 01.04.1969, Page 14
I sjávarháska er það kuldinn sem verður flestum að bana Þó drukknun sé sú hætta, sem flestum dettur fyrst í hug í sambandi við skipströnd, sýna þó rannsóknir á stórslysum á sjó, eins og í stríðinu 1939-1945, að kuldinn var aðaldánarorsökin meðal þúsunda manna, sem urðu að yfirgefa skipin. Þessu var vit- anlega ekki til að dreifa í höfum hitabeltisins, en flest höf heimsins eru ótrúlega köld. Meðalhraustur maður getur t. d. ekki gert sér vonir um að lifa lengur en 7 klukkustundir í sjónum sunnan við England og þegar fólkið varð að yfirgefa „LAK- ONIU” í nánd við Madeira 23. desember 1963 var sjórinn svo kaldur, að 113 farþeganna og skiphafn- arinnar dóu úr kulda áður en tókst að bjarga þeim úr sjónum og þó komu björgunarskipin fljótt á vettvang. Rannsóknir á þessu sjóslysi og öðrum hafa leitt í Ijós, að næstum allir, sem lenda í sjónum eru með björgunarbelti eða eitthvað annað til að halda sér á floti, svo að drukknun, hættan, sem virðist liggja mest í augum uppi, er sjaldnast alvarlegust nema kuldi eða slys hafi rænt fólkið þrekinu. Hinar réttu leiðbeiningar og meðferð. Enginn veit, hvað margir deyja árlega vegna of- kælingar í vatni eða sjó, en sú vitneskja, að meira en 14 800 manns deyr í sjónum kringum England árlega og næstum allir vegna ofkælingar, segir sína sögu. Einn af erfiðleikunum við að draga úr þessum mannsköðum, er að fæstir þekkja hin bezm ráð, sem hægt er að gefa fólki, er kann að lenda í sjónum né heldur, hver sé rétta meðferðin á því gegnköldu eftir björgun. Þar sem sjaldan gefst tími eða tæki- færi til að leita ráða sérfræðinga, en rétta aðferðin getur á hinn bóginn valdið miklu um, hvort tekst að bjarga lífi fólksins, er mjög þýðingarmikið að kunna aðalreglurnar og hafa þær í huga. Fólk deyr úr kulda, þegar hitinn er kominn niður í um það bil 25° á Celsius. Á tímum heimsstyrjaldarinnar voru gerðar tilraunir með vatnskælingu á ýmsum rannsóknastofnunum og reynt að gera sér grein fyrir, hvað hægt væri að gera til að draga úr missi innri líkamshitans. Þessum tilraunum fylgdi fjöldi vatnskælinga í tilraunaskyni og þó ýms atriði árang- ursins væru næsta flókin, gaf hann þó nokkur skýr, mjög einföld og hagnýt svör. Eitt af því, sem skipti máli var sú upgötvun, að þegar fólk verður fyrir svo mikilli kælingu, að það getur ekki haldið innri hita líkamans við, jók hreyfing næstum undantekninga- laust hitamissin. Þetta gilti jafnt, hvort sem vatnið var allkalt (15° Celsius) eða ískalt (5° Celsius), FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.