Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 17

Heilbrigðismál - 01.04.1969, Blaðsíða 17
Heiðruðu gesdr. Góðir félagar. Ég vil fyrst færa félagsstjórn þakkir fyrir, að mér var boðið að koma hingað á þessum merkis- degi Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Félagið hefur nú starfað í tvo áratugi. Það er ekki langur tími þegar þess er gætt, hve hlutverkið er erfitr og markið tortótt. Samt má fullyrða, að félagið hafi þegar unnið stórvirki á sínu sviði, og munu allir þeir, sem til þekkja, vera mér sammála um það. Frá upphafi vega hefur það rækt fjölþætta starfsemi og stöðugt verið að færa út kvíarnar. Það hefur háð sína baráttu á mörgum vígstöðvum. Ég skal ekki rekja störf félagsins í einstökum atriðum, enda hef- ur það þegar verið ge;t að nokkru, en flyt því að- eins þakkir mínar fyrir góð afrek í tuttugu ár. Það orkar ekki tvímælis, að Krabbameinsfélag Reykjavíkur, elzta félagið og samtökin í heild hafa reynzt farsæl í starfi til þessa dags. Vafalaust hefur margt stuðlað að þeirri giftu, en mér kemur nú einkum þrennt í hug. Það var vel af stað farið, er Læknafélag Reykja- víkur ákvað að beita sér fyrir stofnun almennra Avarp Alfreðs Gíslasonar lœknis á afmœlishátíð Krabba- meinsfélags Reykjavíkur samtaka til baráttu gegn krabbameini. Þar fór sam- an þekking og áhugi. Þetta fiumkvæði læknafélags- ins er því til sóma og krabbameinsfélaginu hefur það reynzt traustur grundvöllur. Tvímælalaust á það einnig sinn þátt í velgengni félagsins, að því hafa valist dugandi stjórnendur, - menn innan læknastéttar og utan, - sem hafa unnið af alúð og ósérplægni. Nöfn þeirra mörgu ágætu manna ætla ég ekki að þylja hér, en vona, að ég geri engum rangt til, þótt ég nefni tvo menn, sem staðið hafa í fylkingarbrjósti, — þá Níels Dungal, prófesror og Bjarna Bjarnason, lækni. Loks hefur það að mínum dómi ráðið miklu um góðan star fsárangur félagsins, hve hæfu starfsliði það jafnan hefur haft á að skipa. Hin daglega önn hefur mætt á starfsfólkinu og þar hefur aldrei neitt bilað, enda störfin einkennzt af þeirri árvekni og ósérhlífni, sem góðu málefni hæfir. Ég lýk þessu ávarpi mínu með því að endurtaka þakkir til ktabbameinsfélags Reykjavíkur fyrir unn- in störf og með því að árna félaginu gengis og gæfu í starfi á komandi árum. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 17

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.