Heilbrigðismál - 01.01.1975, Síða 12

Heilbrigðismál - 01.01.1975, Síða 12
við eftir flökkutauginni, til magans og valda mikilli sýrumyndun. Hverjir sem þeir kemisku og geðrænu or- sakaþættir kunna að vera, sem eru að verki, fer ekki hjá því að sýrurnar eru aðalorsök sáramyndunarinnar. Þessi staðreynd varð kveikja gamals læknisfræðilegs spakmælis: An sýru ekkert sár. Ef læknirinn tekur á rétt- an hátt sýni af magasafanum, með því að nota granna slöngu, sem hann rennir niður í magann, og finnur ekki aukna sýru, er það fullkomið tilefni þess að efast um tilveru sárs. En hvað þá ef röntgenmyndirnar sýna ójöfn- ur, sem líkjast sári? Finnist engin sýra, verður að gera ráð fyrir, að missmíði á skeifugörninni sé annars eðlis: sveppæxli, samvextir eftir skurðaðgerð, eða samvextir í vefjum, sem liggja að henni, eins og gallblöðrunni og bris- kirtlinum. Komi eitthvað fram á röntgenmyndum, sem líkist sári í maga sem er sýrulaus, verður annað uppi á teningnum: Læknirinn verður fyrst og fremst að láta sér detta krabbamein í hug. Seinna ræðum við nánar um það mál. Sjúklingurinn getur vel haft rökstuddan grun um að hann sé með sár, áður en röntgen- myndir eru teknar. Dæmigert einkenni er sviðaverkur um bringspjalir 1—2 tímum eftir morgunmáltíð dag hvern. Verkirnir minnka líka eða hverfa eftir næstu máltíð og sjúkl- ingurinn kemst brátt að raun um, að ef hann drekkur mjólkurglas eða borðar eitthvað létt, linast verkirnir. Algengast er að verkirnir komi 2 tímum eftir máltíðir, en oft koma þeir miklu fyrr. Sé um alvarleg sár að ræða, getur verkurinn vakið sjúklinginn svo að segja á sömu mínútunni allar nætur. Margir sjúklingar með maga eða skeifugarnarsár, gæta þess að hafa alltaf mjólkurglas hjá sér á náttborðinu. Það tryggir rólegri svefn. Þó undarlegt megi virðast, koma verkirn- ir næstum aldrei þegar að morgninum. Þeir koma ekki fyrri en nokkuð löngu eftir morg- unmatinn. Enginn skilur hvað veldur þessu, en flestir setja það í samband við vakasveifl- ur (hormóna) fyrstu tíma dagsins. Þó að sterkur grunur — svo að nálgast vissu - sé um maga eða skeifugarnarsár, vegna ein- kennanna, liggja 3 orsakir til þess, að nauð- synlegt er að fá greininguna staðfesta með röntgenskoðun og jafnvel magaspeglun til að taka af allan vafa um sár. 1. Menn getaþjáðst af ýmsum öðrum melting- arsjúkdómum en magasári, og án þess að þeir séu í sambandi við sár. Miklu mein- lausari kvillar eins og kviðslit, bólgur í vélindinu, slímhimnubólgur í maganum og krampasamdrættir í neðra magaopinu FRÉTTABRÉF UM H EI LBRIGUISMAL 8

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.