Heilbrigðismál - 01.01.1975, Qupperneq 18

Heilbrigðismál - 01.01.1975, Qupperneq 18
Bjarna Bjarnason: Greining magakrabba á byrjunarstigi Krabbamein er ekki eins algengt í neinu líffæri meltingarfæranna og maganum. í hugskoti alls almennings á sá, sem hefur fengið magakrabbamein sér enga von. Lengst af hefur það fundist svo seint, að dreifing til annarra líffæra hefur þegar átt sér stað og fullkomið brottnám með skurðaðgerð því ver- ið iilkleift. Á seinni árum hefur tekist með nýjum og bættum rannsóknaraðferðum að finna svo skammt gengin krabbamein í mag- anum, að þau hafa eingöngu verið í slímhúð- inni — krabbamein á frumstigi - þessi frum- stigskrabbamein er hægt að lækna með skurð- aðgerðum. Samkvæmt víðtækum japönskum rannsóknum tekst að lækna 90 af hundraði þeirra. En hafi meinfrumurnar náð að vaxa út fyrir slímhúðina, niður í dýpri lög maga- veggjarins, eru horfurnar þegar miklu lakari. Það er þessvegna mjög áríðandi, að greining krabbameinsins eigi sér stað sem allra fyrst. Greining krabbameins á frumstigi Greining magakrabbameins á frumstigi er ákaflega erfið, með venjulegum rannsóknar- aðferðum. Frumstigið kemur í ljós, sem ör- smátt þykkni í slímhúðinni, jafnvel 1-2 mm í þvermál, eða örlítil dæld af álíka fyrirferð. Oftast finnst þetta í slímhúð, sem áður hefur tekið breytingum af langvinnum slímhúðar- bólgum (gastritis atrophica), en meinið getur einnig myndast í jaðri gamals magasárs. Frá þessu frumstigi getur vöxturinn beinst út á við, í dýptina eða inn í magaholið. Þegar meinfrumur vaxa gegnum veggi blóðæða eða sogæða geta þær flutzt til annara líffæra. Erfitt er að gera sér grein fyrir byrjandi krabbameini í maga af þeim einkennum, sem sjúklingurinn hefur. Þau geta verið mjög óákveðin eða því nær engin og fylgt hvaða öðrum magasjúkdómi sem er. Margir hafa engin einkenni af neinu tagi. Þetta hafa Jap- anir sýnt fram á með fjöldarannsóknum sín- um. En í sumum tilfellum kvarta sjúkling- arnir um sviða, ógleði, verki í sambandi við máltíðir, lélega matarlyst og slappleika. Þó að blóðvottur finnist í saurnum, er það held- ur ekkert óyggjandi einkenni, en þó vitanlega merki, sem verður að gefa nánar gætur. Venjuleg röntgenskoðun getur sjaldan leitt í ljós smávægilegustu byrjunareinkenni, sem lýst hefur verið. Nú verður reynt að lýsa í stuttu máli þeim aðferðum, sem átt hafa sinn þátt í bættri greiningu á frumstigi meinanna. Þar koma til skjalanna bein speglun á maganum (gas- troscopi), og Ijósmyndun á slímhúðinni, sýnis- taka (biopsi) og rannsókn á frumum, sem losna frá hinum illkynja meinsemdum (cyto- logi). 14 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.