Heilbrigðismál - 01.01.1975, Síða 25
Viðarkol gegn
eitrunum
Viðarkolasalli er mikilvægur sem skyndi-
hjáip við eitrunum af arseniki, stryknini og
steinolíu, of stórum skömmtum af svefnlyfj-
um og ýmsum öðrum lyfjum. Hinsvegar hef-
ur hann engin áhrif á áfengi, sýrur, lúta og
önnur átueitur.
Viðarkolasalli er fíngert svart duft, sem er
bæði bragð og lyktarlaust. Það er gefið hrært
út í vatni og verkun þess byggist á heildar-
yfirborði kornanna. Sé það gefið áður en eitr-
ið nær að komast úr maganum út í blóðrásina,
getur það iðulega bundið það og á þann hátt
gert svo mikið af því óskaðlegt, að hægt sé
að bjarga sjúklingunum.
Bj. Bj. þýddi
Þungbærasta ákvörðunin
Framh. af bls. 11.
inn taki ákveðna afstöðu til þess, hvort líða
eigi að öll læknishjálp við illa vansköpuð
börn, skuli látin niður falla., Ennþá hefur
engin málssókn verið hafin á hendur foreldr-
um, sem hafa neitað að heimila slíka læknis-
meðferð. Við það hefur setið, að hin þung-
bæra ábyrgð hefur hvílt og hvílir enn á for-
eldrum og læknum, hvort mjög vansköpuð
börn eigi að njóta læknismeðferðar.
Læknar á hinum stærri spítölum halda nú
fundi með foreldrum vanskapaðs barns, eins
fljótt og auðið er eftir fæðingu þess, til að
ræða vandamál barsins. Þetta er gert til að
skýra fyrir þeim hvað þeir eigi í vændum og
verði að leggja á sig ef eigi að vernda líf
barnsins. Þeir leitast líka við að gera sem
heiðarlegast mat á hverskonar lífi viðleitni
þeirra kunni að bjarga og gera foreldrunum
það ljóst.
Þrátt fyrir hið mikla áfall og vonbrigði,
sem fylgja vansköpuðu barni, greiða flestir
foreldrar lífinu ósjálfrátt atkvæði sitt og grát-
bæna læknana um að gera allt sem í þeirra
valdi stendur til að viðhalda því. Þetta kann
þó stundum að breytast, með opinskárri og
hreinskilnari umræðum um, hvort frekar beri
að kjósa að barnið deyi en að dæma það ævi-
langt til ómannúðlegrar hörmungatilveru.
Bj. Bj. þýddi
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL
21