Heilbrigðismál - 01.03.1980, Side 4

Heilbrigðismál - 01.03.1980, Side 4
BLADID OKKAR Þess var minnsl fyrir einu ári að þá voru þrjátíu ár liðin síðan fyrsla krabbameinsfélagið hér á landi var stofnað. Þetta félag, Krabbameinsfélag Reykjavíkur, kom ýmsu góðu til leiðar þegar á fyrsta starfsárinu. Á stjórnarfundi I félaginu 15. nóvember 1949 var t.d. sam- þykkt tillaga frá formanninum, Nielsi Dungal, að hefja útgáfu tímarits er fjalla skyldi um heilbrigðismál al- mennt en ekki síst frœða um krabbamein, enda var það í samrœmi við lög félagsins. Samþykkt var að ritið skyldi nefnasl „Fréttabréf um heilbrigðismál“. Fyrsta tölu- blaðið kom út í desember 1949 en Krabbameinsfélag íslands tók við blaðinu þegar það félag hafði verið stofnað árið 1951. Nú, þegar ful! þrjátíu ár eru liðin frá upphafi þessa merka límarits, er rétt að staldra við og huga aðþví hvað áunnist hefur. Fréttabréf um heilbrigðismál náði þegar í upphafi töluverðri útbreiðslu og ávann sér vinsœldir almennings. Er það ekki síst að þakka fórnfúsu starfi Nielsar Dungal sem var ritstjóri fyrstu átta árin. Þeir sem síðan hafa ritstýrt blaðinu, Baldur Johnsen, Bjarni Bjarnason og loks dr. Ólafur Bjarnason, núverandi ritstjóri, hafa allir haldið merki Dungals hátt á loft. Hafa þeir bœði ritstýrt blaðinu af dugnaði og ritað sjálfir fjölda greina. 1 fyrsta tölublaðinu árið 1949 var sagt að útgáfan vœri „tilraun til að halda uppi heilbrigðisfrœðslu meðal al- mennings" og að ekki vœri œtlunin „að binda sig við krabbameinið eitt heldur fjalla um hvað eina sem varðar heilbrigði þjóðarinnar. . . og benda mönnum á ýmislegt sem skiptir máli fyrir heilsu þeirra sjálfra og barnanna Þessum tilgangi hefur verið fylgt dyggilega og mun Fréttabréf um heilbrigðismál vera eina tímaritið sem lœtursig varða öllsvið heilbrigðismála. Jafnframt erþess þó gœtt að í hverju blaði sé einhver fróðleikur um krabbamein. Þessi fjölbreytni í efnisvali hefur átt ríkan þátt I vinsceldum Fréttabréfsins og valdið þvi að stöðug og jöfn aukning hefur orðið á áskrifendahópi sem gerir það kleyft að vanda útgáfuna svo sem raun ber vitni. Nú er svo komið að þetta blað Krabbameinsfélagsins er orðið útbreiddasta heilbrigðistímaritið hérlendis, með 7.000 eintaka upplag, og hefur öðlast sess sem vandað og virl rit sem oft er vitnað til. Markmiðið með frœðslu um krabbamein hefur einkum beinst að fyrirbyggjandi starfi. Leitarstöðvar- starf hefur einkum eflst mikið af þess völdum og átt þátt í því aðýmsar tegundir krabbameins greinast mun fyrr en áður var. Upplýsingar um bœttan árangur Itafa enn- fremur dregið verulega úr ólta manna við krabbamein sem var einmitt mjög áberandi á þeim árum er krabba- meinsfélögin hófu starfsemi sína. Stjórn Krabbameinsfélags íslands tekur undir hug- myndir ritstjóra og framkvœmdastjóra blaðsins um að stefna beri að aukinni útbreiðslu blaðsins og að á nœstu árum verði tölublöðunum fjölgað úr fjórum í sex árlega. Á þessum tímamótum vil ég fyrir hönd stjórnarinnar fœra þakkir ritstjórum og framkvœmdastjóra og öðrum þeim sem greitt hafa götu blaðsins okkar undanfarin ár og vœnti stuðnings heilbrigðisstétta og alls almennings í viðleitni okkar aðgera veg Fréttabréfs um heilbrigðismál sem mestan. 4 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1980

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.