Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 8
TÆ. ~EZ> i N G, A75.r>£ / LD ) LANjji FITALANS 45 ^SuD ■ / (.V Akveðiö hefur verið að leysa vanda krabbameinslækninga til bráða- birgða með því að innrétta aðstöðu á neðstu hæð gömlu fæðingardeildar- innar. Teikningin sýnir fyrirkomulag þessarar aðstöðu. Þarna er gert ráð fyrir göngudeild, húsnæði til „plön- unar" (undirbúnings fyrir geisla- meðferð) og einnig dagdeild sem nýtt er að hluta í samvinnu við kvennadeildina. Umrætt húsnæði verður tekið í notkun síðar á þessu ári að sögn Símonar Steingrímsson- ar, tæknilegs framkvæmdastjóra Ríkisspítalanna. aukna áherslu á fyrirbyggjandi að- gerðir í sjúkdómaleit og heilbrigð- isfræðslu. I þessu sambandi vil ég nefna það, að nú er að störfum nefnd sem endurskoðar lög um heilbrigðiseftirlit, um matvæla- rannsóknir og um geislavarnir og ég hef rætt um það við formann nefndarinnar að áfengisvarnir og reykingavarnir verði einnig þáttur í hinni almennu hollustuvernd hér í landinu. Ég vona að slík samstilling kraftanna að heilsuvernd muni skila betri árangri en stofnanir á víð og dreif. 1 annan stað eigum við að bæta heimilislæknaþjónustu. Við eigum að reyna að koma í veg fyrir að mannameinin verði svo alvarleg að fólk þurfi að vistast á stofnunum til lengri eða skemmri tíma. Fræðsla um árangur sem náðst hefur og um hvað unnt er að gera Með hliðsjón af ákvœði í mál- efnasamningnum um notkun ríkis- fjölmiðla til fullorðinsfrœðslu gœtir þú þá stutt hugmyndir sem fram hafa komið um að auka beri frœðslu um heilbrigðismál á þessum vettvangi? Jú, ég er sammála því að það þyrfti að auka fræðslu um heil- brigðismál og ekki aðeins um heil- brigðismálin sem slík og það sem þar vantar á til að okkar kerfi sé fullkomnað, heldur þurfum við líka að gera okkar þjóð grein fyrir því sem þegar er gert I heilbrigðis- málum á fslandi. Þar er unnið gíf- urlegt starf af starfsliði heilbrigðis- þjónustunnar, sjúkrahúsanna og annarra stofnana á þessu sviði og það er satt að segja hlálegt að hugsa til þess að það hefur sáralítið verið gert til þess að halda þessu mikla, fórnfúsa og árangursríka starfi upp í Ijósið. Við skulum gera okkur grein fyrir því að þetta er mjög ár- angursríkt starf. Það sést til dæmis á því að íslendingar verða allra karla og kerlinga elstir í heimi, barna- dauði er minni hér en annars staðar í heiminum. Menn eiga það til að setja á langar ræður um eyðslu, só- un og sukk í heilbrigðiskerfinu en það vill gleymast það meginatriði að hér er um að ræða starf sem beinist að því að bœta mannamein og bjarga mannslífum. Þeir hlutir sem voru upphaflega og eru for- senda heilbrigðiskerfisins eru orðnir svo sjálfsagt mál í hugum okkar margra að þeir hafa gleymst. í stað þess að beina augum að að- alatriðum þusa menn lon og don um aukaatriði og á það jafnt við um blöð, stjórnmálamenn og aðra sem um þessi mál fjalla. Fyrir vikið verður oft ákaflega erfitt að starfa í þessari grein. Skilningsleysið ræður ríkjum og þess vegna næst ekki sá árangur sem annars næðist sem væri miklu meiri en þó sá stórkost- legi árangur sem íslenska heil- brigðisþjónustan hefur náð á und- 8 Fréttabrél um HEILBRIGÐISMÁL 1/1980

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.