Heilbrigðismál - 01.03.1980, Síða 10

Heilbrigðismál - 01.03.1980, Síða 10
sem við afgreiddum núna er gert ráð fyrir 100 milljónum króna vegna undirbúnings hugsanlegrar K-byggingar á Landspítalalóðinni, eins og ég sagði áður. Skattheiintan endur- skoðuð í heild I blaðagrein var nýlega vakin at- hvgli ú því að skatt- og tollheimta af tcekjum til sjúkrahúsa vœri mun meiri hér ú landi en þekktist i ná- lœgum löndum. Verður þessu breytt í tíð nýskipaðrar ríkisstjórnar? I málefnasamningi ríkisstjórnar- innar er gert ráð fyrir því að fram fari neildarendurskoðun á tekju- öflunarkerfi ríkisins og ég tel sjálf- sagt mál að skatt- og tollheimta af tækjum til sjúkrahúsa verði tekin til endurskoðunar jafnframt. Heilsugæslumál Reykvík- inga þokast áleiðis Lög um heilbrigðisþjónustu geta ekki komið til framkvæmda að öllu leyti í Reykjavík og víðar meðal annars vegna þess að húsnœði vant- ur fyrir heilsugœslustöðvar. Verður ráðin bót á þessu fljótlega? Ég get ekki svarað því hvort „fljótlega" verður ráðin bót á hús- næðismálum fyrir heilsugæslu- stöðvar í Reykjavík. Ég tel að hér sé um að ræða víðtækara mál en spurningin virðist gefa til kynna. Ég hygg að vandamál heilbrigðis- þjónustunnar í Reykjavík séu stærri en víða annars staðar á landinu. Þetta stafar af hinu mikla fjölmenni sem hér er í Reykjavík og þeirri staðreynd sem er I sjálfu sér ósköp eðlileg að við höfum ekki lært að búa í þéttbýli, en kunnum tiltölulega vel að búa í slrjálbýli. Ég held að stærsta vandamál heil- brigðisþjónustunnar í Reykjavík sé vandamál aldraðra. Hinu er svo ekki að neita að ým- iss konar skipulagsvandi hefur valdið því að heilbrigðisþjónustan í Reykjavík hefur ekki verið jafngóð og skyldi. Á ég hér til dæmis við neyðarþjónustu af ýmsum toga, heimilislæknaþjónustu og svo framvegis. Ég geri mér vonir um það að með samstarfi við borgar- lækni og heilbrigðismálaráð Reykjavíkur takist að þoka Reykjavík eitthvað áleiðis í þessum efnum. Það er verulegur vilji til þess og áhugi hjá formanni heil- brigðismálaráðs Reykjavíkur, Öddu Báru Sigfúsdóttur. og borg- arlækni hér í Reykjavík, Skúla G. Johnsen. Ég hef rætt þessi mál við þau bæði og áður en langur tími líður kemur það I ljós með hvaða hætti við viljum taka á þessum málum sem snerta þéttbýlasta hluta landsins sérstaklega. En það er alveg Ijóst, að það þarf að taka á þessum málum hér með öðrum hætti en gerist annars staðar í landinu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við getum ekki meðhöndlað þessi mál hér I Reykjavík eins og í fámennustu byggðarlögum landsins. Sanieining ráðuneyta Ríkisstjórnin hyggst „gera breyt- ingar á stjórnarráðinu". Finnst þér ; "Fékkst þú þér 10 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMAL 1/1980

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.