Heilbrigðismál - 01.03.1980, Page 16

Heilbrigðismál - 01.03.1980, Page 16
heyrir þetta harðræði að mestu iið- inni tíð. Það er óheppilega algengt að nota svefntíma sinn til að lengja vinnutímann, eða til að sinna því sem ekki vannst timi til að gera yfir daginn. Sögupersónan Galdra- Loftur, sem sagði að svefninn væri óvinur sinn því hann stæli frá sér tíma, er góður málsvari þeirra sem telja sig hafa of mikilvægum verk- efnum að sinna til að mega vera að því að sofa. Fólk með geðræn vandamál er næmastfyrirsvefntruflunum. Mjög oft hafa þessir sjúklingar haft skertan eða engan svefn dagana fyrir vistun á sjúkrahús. Þá virðist svefnleysið sjálft með þeim kvíða, orkuleysi, vonleysi og/eða rugl- ástandi, sem oftast fylgir, vera sá þáttur, sem helst gerir sjúklinginn ósjálfbjarga. Þetta á að nokkru .........." Góó heilsa er (jííilíi fevers IRíiRRS Hinar margeftirspurðu LONGO VITAL jurtatöflur fást nú á íslandi. LONGO VITAL töflurnar eru vítamínríkar og hæfa allri fjölskyldunni. FAXAFEbb HF einnig við um sálvefrænar truflanir (psychosomatiskar truflanir) og streituvandamál, sem oft leiða til bráðra innlagninga á almenn sjúkrahús. Svefntruflunin getur vissulega verið afleiðing annarra þátta, en hún er oftast orsök um leið. Þreyta — andleg og líkamleg Tala má um tvær gerðir þreytu. Önnur er sú þreyta sem kemur eftir líkamlegt erfiði, svo sem eftir að vera á skíðum eða í garðvinnu. Mætti kalla þetta líkamlega þreytu, eða hreina þreytu. Henni fylgir slökun á vöðvun, og sjaldan spenna eða höfuðverkur. Fólki finnst þessi þreyta yfirleitt þægileg. Hún gefur góðan svefn og er horfin að morgni. Hin tegundin, sem kalla má andlega þreytu, kemur tíðast eftir langan dag við vinnu sem krefst andlegrar einbeitingar, eða vinnu sem veldur bæði andlegu og til- finningalegu álagi. Vinna við eril- samar aðstæður, stjórnunarstörf, vinna undir því viðbótarálagi að vera þreyttur, gramur, dapur eða kvíðinn og þurfa að leyna þessum tilfinningum í vinnunni, sú aðstaða að geta ekki varpað af sér áhyggj- um dagsins að kvöldi — allt þetta leiðir greiðlega til andlegrar þreytu. Þessari þreytu, sem margir þekkja vel, fylgir andleg spenna og sam- svarandi spenna í vöðvum. Auk FLATKÖKUR Innihald: Rúgmjöl, heilhvelti, hveiti, feiti og salt. Bakari Fríðriks Haraldssonar sf Kársnesbraut 96, Kópavogl * 413 01 vöðvanna bregðast mörg önnur líf- færakerfi við með aukinni virkni, t.d. hjarta- og æðakerfi og rnelt- ingarfæri. Oft hefur þó þessi þreyta þau öfugu áhrif að fólki gengur illa að sofna. Henni fylgir framtaks- leysi og áhugaleysi að gera nokkuð umfram hið nauðsynlega. Andleg þreyta leiðir greiðlega, ef ekkert er að gert, til versnandi heilsufars. Slíkur vítahringur gæti litið svona út. Andlegt álag veldur spennuhöfuðverk og andvöku fram eftir nóttu. Þreytutilfinning frá morgni næsta dags ásamt þyngsla- höfuðverk eða svima gerir við- fangsefni dagsins erfiðari og kvið- vænlegri en ella. Sama ástand næstu daga og lítill svefn næstu nætur veldur vöðvagigt, verkkvíða og þverrandi orku. Ekki er óeðlilegt að hugsa sér að þær tvær gerðir þreytu sem hér hefur verið lýst, þurfi mismunandi tegund hvíldar. Sú kenning hefur verið sett fram að hin tiltölulega einfalda líkamlega þreyta samsvari þörf fyrir djúpan, draumlausan svefn, en andlega þreytan sem virðist flóknara fyrirbæri samsvari þörf fyrir draumasvefn. Heillar nætur svefn ætti þá að endurnæra í báðum tilvikum. Sá sem er andlega þreyttur hvílist þó oft verr, því þreytan varnar honum svefns eða truflar svefn hans. Styttursvefntími kemur verr við þann sem þarf á drauma- svefni að halda, þar eð drauma- svefn er mestur á síðari hluta eðli- legs svefntíma. Óvíst er um gildi þessarar kenningar. Hitt er víst að líkamleg áreynsla getur gefið andlega þreyttum manni hvíld og slökun og hæfileg líkamleg þreyta er oft hans besta svefnlyf. í næsta blaði verður fjallað um það hvernig bæta má úr svefnskorti og vandamálum tengdum honum, hvað fólk getur sjálft gert og á hvern hátt lyf eru notuð. lngólfur S. Sveinsson er geðlœknir og starfar við Kleppsspitalann, Landspltal- ann og Reykjalund. 16 Frétlabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1980

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.