Heilbrigðismál - 01.03.1980, Qupperneq 17
Meðferð
brunasára
I Bandaríkjunum verða um 90%
allra bruna í heimahúsum, nánar til
tekið í eldhúsi og setustofu. Þar
hefur verið talið að fyrirbyggja
hefði mátt um 75% þessara bruna.
Mætti því álykta að með nægilegri
kennslu og leiðbeiningum til hins
almenna borgara um brunavarnir
og hvernig bregðast eigi við ef
bruna ber að höndum megi draga
úr alvarlegum brunaslysum.
Kæling er löngu viðurkennd sem
fyrsta meðferð við bruna, hún
dregur úr áhrifum hitans á vefinn
og þar með skemmdum. Bjúg-
myndun verður minni og kælingin
minnkar sviða og verki. Ber því að
kæla hið brennda svæði svo fljótt
sem kostur er, helst með hreinu
vatni, ýmist með því að setja hið
brennda ofan í kalt vatn eða leggja
við það bakstra. Varast ber að hafa
vatnið ískalt ef einstaklingurinn er
látinn ofan í það, sérstaklega ef um
stóra bruna er að ræða því að
kuldinn eykur varmatap.
Við lágan hita dragast háræðar
og undirhúð saman. Blóðstreymi
verður minna og afleiðingin gæti
orðið súrefnisskortur í vefnum.
Einnig gæti álagið á hjarta og æða-
kerfi orðið of mikið, sérstaklega hjá
Vatnskæling er árangursrík til að
draga úr alvarlegum afleiðingum
bruna.
börnum og gömlu fólki svo og hjá
þeim sem veikir væru fyrir.
Þegar sjúklingur er fluttur getur
verið gott að setja mulinn ís í
plastpoka, í blautt handklæði eða
lak og leggja að brunasárinu til að
kælingin haldist við flutninginn.
Venja er að kæla í 15—45 mínútur
eða þar til sviði er svo til horfinn.
Sviði er mestur í grunnum bruna,
þ. e. 1. stigs og grunnum 2. stigs.
Mjög mikilvægt er að draga úr
verkjunt og hræðslu því hvort
tveggja eykur hættu á losti. Full-
orðnir eiga á hættu að fá lost við
15—20% bruna en börn og gamal-
menni við 5— 10% bruna, en þetta
fer einnig eftir fleiri þáttum, t. d.
hvort viðkomandi er haldinn
sjúkdómi sem gerir hann við-
kvæmari fyrir en ella ( t. d. sykur-
sýki, hjarta- eða nýrnasjúkdómi).
Aldrei má setja ís beint á
brennda húð. Það gæti valdið ein-
kennum kals á vefnum en þau eru í
stuttu máli þau að vefjavökvi gæti
frosið eða það mynduðust ískrist-
allar sem geta skaðað frumuna.
Kuldi drepur hins vegar ekki vef á
sama hátt og bruni. Kuldaskaði
getur orðið við 0 til -5- 10°C, sérstak-
lega ef raki er einnig til staðar.
Vefurinn verður tilfinningalaus,
hvítur og stífur. Ef um stóra bruna
er að ræða er ráðlegt að kæla í
nærfötunum og flytja einstakling-
inn þannig á sjúkrahús eða til
læknis. Ef óvarlega er klætt úr
nærfötum getur skaðinn orðið enn
meiri og einnig geta óhreinindi
borist í sárin.
Til að koma í veg fyrir of mikið
varmatap við flutning þarf að
breiða vel yfir sjúklinginn, helst
eitthvað þykkt, það fyrirbyggir
einnig núning. Ull má ekki leggja
beint á sárin þar sem hún festist
auðveldlega í þeim. Loftstraumur
(trekkur) getur valdið verkjum og
óþægindum vegna ertingar á
taugaenda og þarf því að fyrir-
byggja slíkt. Ef hendur brenna skal
strax fjarlægja úr og hringi þar sem
slíkt gæti þrengt að vefnum og
blóðrásinni ef bjúgur myndast og
valdið þannig skaða.
„Níu reglan". Algengt er að meta
hundraðshlutfall bruna samkvæmt
þessari reglu.
Ýmiss konar brunasmyrsl eru á
markaðnum. Innihalda þau t. d.
staðdeyfilyf (Ung. Zincain), A og D
vítamín (Vandolin) eða verka
bakteríuheftandi (Hibitane, Ceta-
vlex).
Skiptar skoðanir eru um gagn-
semi þessara smyrsla, sérstaklega ef
ekkert er í þeim sem drepur bakte-
ríur og einkum ef brunasárin eru
mikil.
Mikill vökvi og salt tapast úr lík-
amanum við stóra bruna. Þarf því
að reyna að koma vökva í fólk svo
fljótt sem kostur er. Ef viðkomandi
getur drukkið er gott að gefa t. d.
kjötseyði sem er ríkt af salti og ef
sódaduft (natrium bicarbonat) er
við hendina er gott að setja hálfa
teskeið af því í glas og gefa líka.
Kemiskir brunar sem verða af
ýmiss konar efnum skulu strax
skolaðir undir rennandi vatni,
einnig ef eitthvað skvettist í auga.
Skal síðan haft samband við lækni
því að slíkir brunar krefjast yfirleitt
frekari meðferðar.
Höfundur þessarar greinar, Lilja Ósk-
arsdóltir hjúkrunarfrœðingur, er kennari
við Hjúkrunarskóla íslands.
Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1980 1 7