Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 23
J0tj meti Skoti og Gyðingur voru á göngu saman. Allt í einu beygir Gyðingurinn sig og tekur upp smápening sem hann hafði komið auga á. Skotinn flýtti sér til næsta augnlæknis og lét rannsaka í sér sjónina. • Kosturinn við það að eiga von á barni er sá, að þá veit nraður livar það heldur sig. • „Hvað er pabbi þinn?“ „Kvefaður." „Ég meina, hvað gerir hann?“ „Hnerrar." Læknirinn: „Ég get því rniður ekki læknað manninn yðar af því að tala í svefni." Frúin: „En getið þér þá ekki fengið hann til að tula dálítið skýrar?" Dag nokkurn var Agnar garnli á elliheimilinu nreð slæman hósta. Var brugðið á það ráð að gefa honunr romm. Daginn eftir var ganga- stúlkan spurð hvernig honum liði. „Honum líður ágætlega," svaraði hún, ,,en nú eru hinir karlarnir búnir að fá hósta." Læknirinn er að sýna gest- inum spítalann: „Og hérna höfum við þá sem eru með bíladellu." Gesturinn: „Já, en hér er enginn maður sjáanlegur. Eru þá engir sjúklingar hér?“ Læknirinn: „Jú, þeir eru allir undir rúmi að gera við.“ Krabbameinsfélag Reykjavíkur: AUKIN FRÆDSLA Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur var haldinn mánu- daginn 17. mars. Formaður félags- ins, Tórnas Árni Jónasson læknir. setli fundinn og minntist látins heiðursfélaga, Sveinbjarnar Jóns- sonar hæstaréttarlögmanns, en Sveinbjörn var meðal stofnenda félagsins og í fyrstu stjórn þess. Formaður og framkvæmdastjóri fluttu skýrslur um starfsemi félags- ins. Fram kom að félagið hefur unnið að ýmsum áhugamálunr krabbameinssamtakanna og aukið fræðslustarfsemi sína að mun. Á skólaárinu 1978—79 heimsóttu starfsmenn félagsins 15 þúsund nemendur í 94 skólurn og horfur eru á að sá þáttur fræðslustarfsins nái á yfirstandandi skólaári til allra deilda í 5.-9. bekk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Utan þess hefur þegar verið farið í nteira en 40 skóla í vetur. Blaðið Takntark er gefið út fjór- unt sinnuni á skólaári og fyrst og fremst dreift til fjögurra aldurs- flokka nemenda í grunnskólunr unr land allt. Upplag blaðsins er 30 þúsund eintök. Einniggefurfélagið út Verkefni fyrir hópvinnu, laus- blaðasafn með fjölbreyttum heim- ildum varðandi áhrif og afleiðingar reykinga. Er það einkum hagnýtt í 6. bekk grunnskóla. Litabókar- blöðum um sama málefni er dreift árlega til nemenda í 8 ára bekk um allt landið. Gefinn var út nýr bæklingur (Hjálp til sjálfshjálpar) í flokki fræðslurita um krabbamein og krabbameinsvarnir og tveir áður útkomnir bæklingar í sanra flokki endurprentaðir. Enn aðrir eru í undirbúningi svo og allmikið safn litskyggna með tilheyrandi skýr- ingum til nota í fyrirhugaðri al- menningsfræðslu um krabbamein. Félagið eignaðist nokkrar nýjar fræðslukvikmyndir á árinu og lét vinna upp nýjan litskyggnuflokk um áhrif reykinga á heilsuna. Var hann einkurn notaður í efstu bekkjum grunnskóla og nokkrum framhaldsskólum. Fjórðungur af kostnaði við fræðslustarfið árið 1979 var greiddur með framlögum frá ríki og Reykjavíkurborg. Krabbameinsfélag Reykjavíkur sér um rekstur á Happdrætti Krabbameinsfélagsins og jukust umsvif þess ntjög á síðasta ári. Lagði félagið rúmlega 42 milljónir króna af ágóða happdrættisins og öðrum tekjum sínum til starfsemi Krabbameinsfélags íslands, þar af 7,5 milljónir sérstaklega til krabba- Fréttabréf um HEILBRIGÐtSMÁL 1/1980 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.