Heilbrigðismál - 01.03.1980, Page 25

Heilbrigðismál - 01.03.1980, Page 25
Krampaköst hjá ungtim börnum Grein eftir Þröst Laxdal Krampar i einhverri mynd eru nokkuð algengir meðal barna. Talið er að þrjú til fimm af hverjum hundrað börnum fái einhvers konar krampaköst fyrir skólaaldur. Þetta virðist í fljótu bragði vera ótrúlega há tíðni, og er því rétt að staldra við og íhuga hvað átt er við þegar talað er um krampa. Krampar stafa af skyndilegum og óhóflegum spennusveiflum í mismörgum heilafrumum, hvar sem er innan heilabúsins. Geta krampar því lýst sér á ýmsan hátt eftir staðsetningu og útbreiðslu slíkrar ertingar. Oftast er þó um að ræða einhverja vöðvakippi, ósjálf- ráðar hreyfingar, fjarrænu eða jafnvel algert meðvitundarleysi sem staðið getur allt frá fáeinum sekúndum og upp í allmargar mínútur, jafnvel hugsanlega í klukkustundir. Orsakir slíkra krampa eru fjölmargar, bæði þekktar og óþekktar. Krampar eru í sjálfu sér ekki sjúkdómur heldur aðeins einkenni sem geta fylgt ýmsum sjúkdómum, þar á meðal flogaveiki. Þótt barn hafi fengið endurtekna krampa þarf það ekki endilega að vera flogaveikt. Raunar er mun líklegra að svo sé ekki, þar sem aðeins eitt af hverjum tíu börnum sem fá krantpa er með raunverulega flogaveiki. Hér verður einungis rætt urn þá tvo krampaflokka sem lang al- gengastir eru hjá ungum börnum, annars vegar svokallaða áreiti- kranipu og hins vegar hitakranipa. Hvorugur þessara krampaflokka telst til flogaveiki enda eru þeir að- eins framkallaðir af tímabundnum kringumstæðum, ytri eða innri. ÁREITIKRAMPAR. Margir þekkja áreitikrampana undir nöfn- um eins og frekjukrampar, bláma- köst eða andarteppuköst. Þessir krampar stafa ávallt af áreiti frá umhverfinu, einhverju sem veldur reiði, vonbrigðum, hræðslu eða sársauka hjá barninu. Oftast er um að ræða barn á aldrinum frá eins árs til þriggja ára, gjarnan skapríkt og tilfinninga- næmt. Við eitthvert skyndilegt mótlæti eða sársauka, t.d. högg á höfuð, rekur barnið upp grát, eða ætlar að fara að gráta, missir síðan andann og blánar eða fölnar upp. Langoftast nær barnið andanum aftur áður en meira gerist en stundum verður súrefnisskorturinn til heilans það langvinnur að barn- ið dettur niður meðvitundarlaust, ranghvolfir augum, sperrir höfuð aftur og fær allsherjar krampa- rykki. Þegar svo er komið er stundum erfitt að greina þessa krampa frá venjulegum flogaveiki- krömpum, en þá mætti minnast þess sem áður sagði að hér er alltaf um undanfarandi áreiti að ræða. Þannig koma áreitikramparnir t.d. aldrei fram í svefni. Það er áríðandi að gera þennan greinarmun því að við þessum krömpum koma floga- veikilyf ekki að neinu gagni, og yfirleitt er engin lyfjameðferð nauðsynleg. Tíðni áreitikrampanna er mjög misjöfn, allt frá mörgum köstum á dag og niður í köst á margra mán- aða fresti. Þar sem tímalengd hvers kasts nær sjaldnast heilli mínútu virðist heilafrumunum ekki hætta búin af völdum súrefnisskorts, og um síðbúin eftirköst, eins og greindarskerðingu eða flogaveiki, er ekki að ræða. Framtíðarhorfur þessara barna eru því mjög góðar og áreitiköstin eldast alltaf af þeim Kæling húðarinnar er ein áhrifarik- asta leiðin til að lækka sótthlta. Þessi aðferð er einnig nothæf þegar börn fá hitakrampa og bendir greinarhöfundur á að þá sé til dæmis hægt að klæða barnið úr hverri spjör, opna glugga og leggja sval- andi vatnsbakstra á húðlna. Mynd: j.l. Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1980 2 5

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.