Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 26

Heilbrigðismál - 01.03.1980, Blaðsíða 26
fyrir átta ára aldur og oftast mun fyrr. Enda þótt áreitikramparnir séu þannig í eðli sínu saklausir geta svæsnustu köstin vissulega verið ógnvekjandi fyrir umhverfið, eink- um í byrjun. Uppnám og vanstill- ing viðstaddra, svo ekki sé minnst á skammir og refsiaðgerðir, verka þá oft eins og olía á eld og leiða aðeins til áleitnari krampakasta. Því vil ég benda foreldrum þessara barna á að besta meðferðin er einfaldlega sú að halda ró sinni og stillingu meðan kastið gengur yfir. Það þarf ekki að grípa til örþrifaráða, eins og að flengja bamið, hlaupa með það út, blása í vit þess eða krækja fingri aftur fyrir tungu. Kastið hættir fljótlega sjálfkrafa, hvað svo sem gert er. í þessu sambandi er ekki úr vegi að víkja að þeirri algengu en nú úreltu kenningu að í meiri háttar krampaflogum þurfi endilega sem bráðast að troða einhverju nálægu milli tanna viðkomandi til þess að fyrirbyggja tungubit. Þetta er ekki einungis óþarfi heldur oft skaðlegt. I slíkum óþurftarátökum hafa for- eldrar verið illa bitnir í fingur og tennur sumra krampasjúklinga hafa brotnað eða skekkst á hlutum eins og lyklum og skeiðasköftum. Ef tungan lendir á annað borð milli tannanna í krampakasti þá gerist það nær alltaf strax í upphafi krampans og viðstaddir breyta þar engu um. Hið eina sem rétt er að gera í krampakasti er að vernda bamið fyrir meiðingum frá um- hverfinu og leggja það á hliðina, til að hindra að tungan falli aftur í kok og stífli loftveg og til að minnka hættuna á að munnvatn renni ofan í lungun. Ef með þyrfti mætti losa um hálsmálið, en síðan skyldi aðeins beðið eftir þvi að kastið líði hjá. HITAKRAMPAR. Víkjum nú að hinum svokölluðu hitakrömpum en það eru krampar sem fylgja hækkun á líkamshita. Hár hiti er lang algengasta orsök krampa hjá bömum. Þannig eru hitakrampar að minnsta kosti þrisvar sinnum algengari en áreitikramparnir. I meira en helmingi tilvika er vitað um sams konar krampa hjá nánum ættingja, svo að hér virðist oft vera um ættgenga hneigð að ræða. Sem betur fer er algengast að krampakastið standi brot úr mínútu, eða aðeins í örfáar mínút- ur, og sé um garð gengið þegar læknir hefur náð að líta á barnið. Með því fyrsta, sem foreldrar ættu að hyggja að undir þessum kring- umstæðum, er að kæla barnið niður. Byrja má á því að klæða það úr hverri spjör, opna glugga upp á gátt og leggja svalandi vatnsbakstra á húðina. Einnig mætti gefa hita- lækkandi lyf t.d. fjórðung úr magnyltöflu eða eina barna- magnyltöflu fyrir barn á öðru aldursári. Fljótvirkasta aðferðin er þó óumdeilanlega sú að láta renna hálfvolgt vatn í baðkerið og hrein- lega leggja brrnið í bleyti í fáeinar 26 Fróttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1980

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.