Heilbrigðismál - 01.03.1980, Síða 31
Neysluvatn eða
hreinsaður sjór
við fiskvinnslu ?
Grein eftir
Baldur Johnsen
í grein pessari er fjallað um notk-
un á sjó I stað ferskvatns við hreins-
urt og pvotta á sjávarafurðum. Sjór
klórhreinsaður með rafgreini varð-
veitir ótriilega vel hragð, lykt, gerð,
fersklegt útlit og önnur gœði gaffal-
bita og síldarflaka sem lögð hafa
verið niður I dósir, enda nota pœr
verksmiðjur í fiskiðnaði í Svipjóð og
víðar, sem lengsta hafa reynsluna og
hest hafa orð á sér fyrir góða vöru,
eingöngu hreinsaðan sjó við slíka
starfsemi en ekki ferskvatn.
Það þarf að mörgu að hyggja og
vanda hvert skref á öllum stigum
framleiðslunnar þar sem viðkvæm
matvæli eiga í hlut eins og dósa-
matur af ýmsunt gerðum, sem fer
beint á borð neytandans. Hér á
landi hafa því miður ofl orðið mis-
tök í þessunt efnum, sem eru stór-
hættuleg og geta komið varanlegu
óorði á íslenska framleiðslu. í
fersku minni eru hin afdrifaríku
mistök í niðurlagningu á síldarbit-
um og niðursoðinni rækju.
Það er erfitt hér á Islandi að
veijast óhreinindum úr umhverf-
inu þar sem sorphirðingu og þó sér-
staklega skólpmeðferð er víða mjög
ábótavant, t.d. oftast látið nægja að
leiða skólp niður í næstu fjörur sem
oft eru við hliðina á fiskiðjuver-
unum. Slíkt er óverjandi.
Af þessu tilefni rifjaðist upp
fyrir mér ferð sem farin var ár-
ið 1958 á vegum bæjarstjórnar
Vestmannaeyja til þess að skoða
aðferðir eyjabúa í Víkinni (Bohus-
lán) fyrir norðan Gautaborg í Sví-
þjóð til öflunar neysluvatns, sem
ekki er fáanlegt í eyjunum. Eftir
þessa athugun var ákveðið að leiða
vatn úr landi til Vestmannaeyja.
Leiða þarf það úr landi yfir djúp og
breið sund, en það þótti dýr vatns-
öflun og var því snemma lögð
áhersla á að nota sjó í hinunt mikla
fiskiðnaði sent stundaður er í þess-
um eyjum. Til þess þurfti að
hreinsa sjóinn og fannst nú niiklu
betri aðferð en áður hafði þekkst,
þ.e. klórhreinsun með rafgreini. Sú
aðferð gaf ntiklu betri afuróir en
áður með nieira geymsluþoli.
Undirritaður skoðaði nokkrar
stórar verksmiðjur á þessunt slóð-
um, einkum í Lysekil, t.d. hinar
frægu ABBA-verksmiðjur. Það
verður að segjast eins og er að ekki
lágu leyndardómar niðursuðu né
niðurlagningar á glámbekk þar.
Ferðalangur úr Vestmannaeyjum,
sem gat verið hugsanlegur keppi-
nautur, fékk að vísu að koma inn í
einn verksmiðjusalinn en varð að
standa á afgirtu svæði í einu horn-
inu fjarri fólki og tækjum (iðnað-
arnjósnir eru ntikið stundaðar og
mættu íslendingar vara sig með
sinn séríslenska iðnað).
Hins vegar leyndu sér ekki þau
tæki utan dyra þar sem klórhreins-
un á sjó fór fram í stórum geymum.
en þar leiddi vísindamaðurinn og
efnaverkfræðingurinn Martin
Lundborg, forstöðumaður Haf-
rannsóknastofnunarinnar í Lysekil,
undirritaðan í allan sannleikann.
Eftir beiðni fiskiðjumanna hannaði
hann sjóklórhreinsunaraðferð með
rafgreini. Þessi klórhreinsunarað-
ferð hentaði fiskiðnaðinum og gaf
ntjög góðan árangur þar sem aðrar
aðferðir dugðu ekki við hinn
óhreina sjó á þessum slóðum. Þar
að auki átti sjór miklu betur við
sjávarafurðir til hreinsunar og
þvotta heldur en ferskvatn og
máttu menn raunar vita það fyrir-
frani. Hér á eftir verður gerð nánari
grein fyrir klórhreinsunartækjum
Martins Lundborg.
Hentug aðferð
Allt frá því að Svíinn Scheele
uppgötvaði klór árið 1774 hefir
þetta efni verið notað, fyrst til lykt-
areyðingar en síðan til sótthreins-
unar, ýmist í formi „klórgass" eða
,.hypochlorite“. Um aldamótin
síðustu var þegar farið að nota klór
til hreinsunar neysluvatns, og þó
fyrr og ekki síður til gerilsneyðing-
ar á skólpi og öðru óhreinu frá-
rennsli víða um lönd, þar sem
Fréttabrét um HEILBRIGÐISMAL 1/1980 31