Heilbrigðismál - 01.03.1980, Síða 32
menn fyrir löngu hafa skilið smit-
hættuna ef ekki var beitt hreins-
unum. Á árunum 1946—48, eftir
nokkurra ára tilraunir, hafði
Martin Lundborg tilbúið klór-
hreinsunartæki sitt, og var það
þegar tekið í notkun í allmörgum
verksmiðjum. Árið 1950 var svo
árangur af þessari nýju klórhreins-
unaraðferð skoðaður og borinn
saman við aðrar aðferðir, en sjö af
tíu niðurlagningarverksmiðjum á
þessum slóðum, sem tekið höfðu
upp hina nýju aðferð, voru með í
rannsókninni og lögðu til efnið
(það var raunar einkum Islandssíld
þá).
Aðalniðurstöðurnar úr þessari
rannsókn voru eins og hér segir:
1. Klórgas þótti varasamt, jafnvel
hættulegt í notkun.
2. „Hypochlorite" þótti of dýrt þvi
mikið þurfti af því í sjóinn.
*
Góó feeilsa ep
öæfa líveps raarcrcs
c---------------------------\
Þurrkaðir ávextir frá
CASTUS eru í
hæsta gæðaflokki.
Biðjið um CASTUS
rúsfnur, döðlur, sveskjur,
gráfíkjur og apríkósur.
FAXAFEfcb HF
*■ ■*
3. Klórhreinsun með rafmagni var
ódýrust, og þó var þarna þá notað
rafmagn keypt frá Noregi og leitt
um sæstreng út í eyjar í Víkinni.
4. Bakteríugróður í sjó reyndist
viðkvæmari fyrir breytingum á
saltinnihaldi og sýrustigi, pH,
heldur en ferskvatnsbakteríur.
5. Bakteríugróður í síldarflökum
og bitum, sem lögð voru í lög með
sjó reyndist eftir tvo mánuði marg-
falt minni en ef notað var ferskvatn
þótt hreinsað væri.
6. Við notkun á rafhreinsuðum sjó
við niðurlagningu síldarafurða
reyndist útlit, bragð, lykt og gerð
óaðfinnanleg eftir tvo til þrjá mán-
uði. Hins vegar var farið að sjá
mikið á síldarafurðum sem lagðar
höfðu verið 1 lög með ferskvatni
eftir sama tíma, og/eða ferskvatn
notað til hreinsunar og þvotta.
7. Þessar niðurstöður eru i góðu
» .............................
Góó keilsa ep
gæfa ImiPS ircarcrcs
Ren-i-mun er
sænskt tannkrem,
ÁN FLÚOR og
ÁN SLÍPIEFNA.
FAXAPEbE HF
samræmi við þá skoðun færustu
matvælafræðinga á sviði sjávaraf-
urða, að sjór henti best við alla
meðferð sjófangs og valdi síður
skemmdum á dósunum. Ekki er
vitað annað en að þessar niður-
lagningaraðferðir séu enn í fullu
gildi.
Tækið sem notað er til rafgrein-
ingar er mjög einfalt að gerð.
Grafit(kola)stöng er stungið inn í
járnhólk. Járnhólkurinn er tengdur
bakskauti (katóðu) í rafleiðslu, en
grafit-stöngin tengd forskauti
(anóðu). Leiðslan er tengd jafn-
straumi og myndast þá klór við
grafit-stöngina. Tæki þessi eru
framleidd í ýmsum stærðum, allt
eftir því hve mikinn sjó á að klór-
hreinsa í einu. Það er t.d. hægt að fá
lítil og ódýr tæki í fiskibáta og tog-
ara, og stærri í stór fiskiðjuver eða
samtengdar sjóveitur.
Ferskvatnió getur þrotið
Hér að framan hefir verið rætt
um þá miklu kosti sem klórhreins-
GJAFIR
Á árinu 1979 bárust Krabba-
meinsfélagi íslands gjafir frá eftir-
töldum aðilum:
Ólafía Ólafsdóttir, Eyjum í Kjós,
til minningar um Harald Magnús-
son: 100.000 kr. — V.J.: 30.000 kr.
- P.Á.: 5.000 kr. — Poula S.
Sörensen: 20.000 kr. — R.E.S.:
5.000 kr. — Úr dánarbúi Lilju
Hjartardóttur: 237.500 kr. — Úr
minningarsjóði sem Starfsmanna-
félag Hafnarfjarðar stofnaði til
minningar um Guðjón Gunnars-
son framfærslufulltrúa: 100.000 kr.
— Kvenfélag Garðabæjar: 25.000
kr. — S.S.: 10.000 kr. — Hluta-
veltur: 7.200 kr. og 8.720 kr. —
Nesco hf.: 530.000 kr. og 537.370 kr.
Félagið vill hér með þakka fyrir
allar gjafir, stórar sem smáar, og
þann hlýhug sem þær bera vitni
um.
H.Th.
32 Fréttabréf um HEILBRIGDISMÁL 1/1980