Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 5
Botulinus-eitrun •• HÆTTULEGASTA >IATVRi;HIUM\ / sumar kom upp hér á landi svo- nefnd bótúlínus matareitrun. Um var að rœða fjóra sjúklinga frá Sauðárkróki. Árni V. Þórsson, lœknir á barnadeild Landakotsspít- ala, veitti blaðinu eftirfarandi upp- lýsingar um þessa tegund matareitr- unar. Skaðvaldurinn. Margar bakterí- ur (gerlar) geta valdið matareitr- unum og matarsýkingum. Ekki er algengt að skaðvaldurinn sé Clostridium botulinum, en svo nefnist bakterían sem veldur þeirri matareitrun sem hér er til umræðu og kalla mætti bótúlínus eitrun eða bótúlismus (botulus á latínu þýðir pylsa). Bakterían er staflaga og skyld ginklofa- eða stífkrampa- bakteríunni. Hún finnst víða í jörð, en kemur einnig fyrir í þörm- um manna og dýra en veldur þar að jafnaði ekki sjúkdómi (sjá þó síðar um ungbörn). Bótúlínus bakterían myndar aðeins eitur þar sem súr- efnisskortur er og því er eitrunin algengust ef neytt er matvæla sem hafa verið niðursoðin eða niður- lögð. Loftmyndun í dósum getur því gefið vísbendingu um þessa eitrun, en getur einnig verið af öðrum ástæðum. Bakterían mynd- ar svokallaða spora sem þola vel hita, en nokkurra mínútna suða á matvælunum nægir oftast til að eyðileggja eitrið. Sé fæðutegundin nægilega súr geta bakteríurnar ekki æxlast og myndað eitrið. Þá má geta þess að notkun nítríts sem rot- varnarefnis (t. d. í söltuðum kjöt- vörum) er meðal annars í þeim til- gangi að hindra myndun bótúlínus baktería. Bótúlínus eitrið er talið sterkasta eitur sem þekkist og t. d. margfalt sterkara en arsenik. Mönnum hefur reiknast svo til að nokkur grömm af því gætu orðið öllum íbúum stórra borga að bana. Sjúkdómurinn. Eitrið hefur víð- tæk áhrif á líkamsstarfsemi. Slím- húðin þornar, þarmahreyfingar verða mjög hægar, og þar af leið- andi mikil hægðatregða. Algeng- ustu einkennin stafa þó frá mið- taugakerfi, en eitrið binst gjarnan við heilataugafrumur þær sem stjórna augnhreyfingum, kyngingu og öndun. Öndunarstöðvun veldur oftast dauða þeirra sem fá bótúlín- us eitrun. Þess vegna er í flestum tilfellum unnt að bjarga lífi þeirra sem komast nógu snemma á sjúkrahús, t. d. með þvi að halda öndunarveginum opnum. Oft er reynt að gefa móteitur sem myndað er í hestum (hestaserum). Einnig fá sjúklingarnir yfirleitt skammt af fúkkalyfjum. Að öðru leyti er beitt almennri stuðningsmeðferð, gefin næring og vökvi í æð, reynt að losa um hægðir og koma líkamsstarf- seminni í eðlilegt horf. Þeir sem lifa eitrunina af ná sér alveg, en það getur tekið vikur og jafnvel mán- uði. Sjaldgæft. Bótúlínus eitrun er sem betur fer mjög sjaldgæf, en kemur þó fyrir af og til víðast hvar í heiminum. I nóvember 1949 veikt- ust fjórir menn í Hafnarfirði og einn þeirra dó. Prófessor Niels Dungal sannaði þá, m. a. með dýratilraunum, að þarna væri um bótúlismus að ræða. Ekki er kunn- ugt um önnur greind tilfelli hér- lendis fyrr en í sumar. Þá veiktust þrjú börn og kona (móðir tveggja barnanna). í sambandi við þá eitr- Frásögn af bótúlínus eitrun fyrir rúmunt þretnur áratugum, birt í Fréttabréfi um heilbrigðismál i janú- ar 1950. Eitranirnar í Hafnarfirði 1 nóvembermánuði veiktust fjórir menn í Hafnarfirði og einn dó, af eitrun, sem ekki er vitað að komið' hnfi fyrir bér á landi áður. Eitr- un þessi er á læknamáli kölluð botulismus og er að ýmsu leyti merki- legt fyrirbrigði. Eitrið myndast af bnkteriu, sem finnst víða i mold, og er bakterían út af fyrir sig meinlaus, jafnvel þótt hún komist ofan í mann. En ef bakterían kemst i matvæli, þar sem hún hefur skilyrði til að vaxa, eins og t. d. í niðursuðudós, með kjöti, baunum eða fiski, myndar hún smám saman eitur, sem eykst unz það verð'ur geysisterkt. Ef menn neyta sliks eiturs líður fyrst heill sólarhringur eða því sem næst unz veikin gerir vart við sig. Menn fá mikinn þurrk í munn- inn, þeim verður flökurt og sumir kasta upp, margir fá sjóntruflanir, svo að þeir geta ekki lesið og loks koma kyngingartruflanir, svo að þeii geta engu rennt niður og loks fer að bera meira á lömunum, unz öndunarlömun dregur til dauða. Þannig voru einkennin hjá mannin- um, sem dó i Hafnarfirði, en hinir fengu flökurleika, uppköst og sjón- truflanir og allir mjög mikinn jmrrk í munninn. Afikið eilur fannst i görnum mannsins sem dó og var það svo sterkt, að 1 kubikcentimetri af þvi nægði til að drepa 200 mýs. 011 bönd bárust að súrsuðu dilkakjöti, sem allir mennirnir höfðu etið. Mjög mikið var af alls konar bakteríum í sýrunni, cn hún reynd- ist ])ó ekki eitruð fyrir dýr. I kjötinu voru einnig fleiri tegundir af bakterium og ein sem hafði öll einkenni botulismusbakteriunnar. Ekki hefur samt enn tekizt að fá fram eiturverkun hjá þeirri bakteriu, en það getur tekið töluverðan tíma, ef hún myndar eitrið' aðeins við lágan hita. Fréttabréf um HEILBRIGÐISMAL 2/1981 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.